Verslun

Þormar og Tine

Danskar eplaskífur

u.þ.b. 25 stykki

  

125 gr nýmjólk
125 gr léttsúrmjólk
2 egg (aðskiljið rauðu frá hvítu)
25 gr sykur
2 tsk lyftiduft
250 gr hveiti
Salt eftir smekk
2 tsk kardimommuduft (ekki nota dropa)
Klípa af ósöltuðu smjör

Setjið nýmjólkina, léttsúrmjólkina, eggjarauðurnar, sykurinn, lyftiduftið, hveitið, saltið og kardimommuduftið í skál og hrærið saman.

Þeytið eggjahvíturnar vel þar til þær eru orðnar stífar og blandið síðan varlega saman við hitt hráefnið.

Hitið eplaskífupönnuna vel. Setjið litla klípu af smjöri í hvert hólf pönnunnar áður en deigið er sett í það. Mikilvægt er að baka eplaskífurnar við meðalhita. Þegar deigið er aðeins farið að stífna neðst við pönnuna er hægt að snúa eplaskífunum við í hverju hólfi. Gætið þess að baka þær ekki of mikið áður en þeim er snúið við í fyrstu umferð, þannig að þær nái að verða hringlaga. Setjið alltaf smáklípu af smjöri í hvert hólf áður en næsta umferð af deigi er sett í þau.

Þegar búið er að baka allar eplaskífurnar stráið þá yfir þær flórsykri rétt áður en þær eru bornar fram. Við mælum með gómsætri sólberjasultu með þeim.

**********

Brúnar smákökur / Brunkager

140 gr síróp
200 gr sykur
200 gr smjör
400 gr hveiti
7.5 gr hjartarsalt
15 gr brúnkökukrydd
75 gr muldar heslihnetur

Hitið sírópið og sykurinn saman í potti. Gætið þess að þetta sjóði ekki.

Brytjið smjörið í bita og setjið út í pottinn.

Sigtið því næst hveitið og bætið því út í pottinn. Bætið síðan hjartarsaltinu og brúnkökukryddinu saman við.

Bætið að lokum muldu heslihnetunum saman við.

Setjið deigið í ferkantað form (gott að hafa smjörpappír undir) og kælið í ísskáp í u.þ.b. 3-4 klukkutíma, eða þar til það er orðið vel kalt.

Þegar deigið hefur kólnað, mótið það í ferkantaðan renning. Skerið það síðan í þunnar sneiðar. Raðið sneiðunum á bökurnarplötu og bakið í 180-200°c heitum ofni í u.þ.b. 5 – 8 mínútur. Takið þær út úr ofninum þegar kökurnar eru orðnar gullinbrúnar.

**********

Dönsk jólaglögg

50 gr kanilstangir
50 gr heil kardimomma
50 gr negulnaglar (notið ekki duft)
1/2 dl sykur
1 flaska rauðvín
3 dl vatn
Handfylli rúsínur
Handfylli möndlur

Kryddið er sett í lítinn pott ásamt vatninu og það er látið sjóða saman í 10 mínútur.

Sigtið því næst kryddblönduna og setjið í stóran pott. Bætið sykrinum og rauðvíninu við.

Hitið upp varlega. Athugið að þetta má alls ekki sjóða!

Bætið rúsínunum og möndlunum saman við glöggið þegar það er orðið heitt.

Gott er að leggja rúsínurnar og möndlurnar í koníak eða romm deginum áður en þær eru settar í jólaglöggið.

**********

Anís súkkulaðikonfekt

450 gr 70% Síríus súkkulaði
250 gr rjómi
1 stk vanillustöng
35 gr stjörnuanís (eða 35 gr kanilstangir)
Cadbury´s kakó
Brætt 70% Síríus súkkúlaði til hjúpunar

Brytið súkkulaðið vel niður og setjið það í skál.

Setjið rjómann, vanillustöngina og stjörnuanísinn saman í lítinn pott og hitið upp.

Sigtið blönduna og hrærið henni mjög varlega saman við súkkulaðið þar til súkkulaðið hefur bráðnað.

Kælið í ísskáp í u.þ.b. klukkustund, eða þar til hægt er að móta það.

Setjið blönduna í sprautupoka þegar hún er orðið köld. Sprautið henni síðan á bökunarpappírinn í smáa dropa. Kælið.

Takið dropana af bökunarpappírnum og veltið þeim upp úr brædda súkkulaðinu. Veltið síðan dropunum síðan strax upp úr kakóinu.

 

Marsípan konfekt

1 kg hreint marsípan frá Anton Berg

200 gr sykur

70% Síríus súkkulaði

Blandið marsipaninu og sykrinum vel saman í hrærivél. Gott er að setja í það smáslettu af sherríi, koníaki eða rommi eftir smekk.

Rúllið massanum í lengju sem þið skerið síðan í bita. Úr bitunum eru síðan búnar til kúlur. Best er að lofa kúlunum síðan að bíða í eina nótt á eldhúsborðinu með plastfilmu yfir þeim.

Dýfið kúlunum ofan í brætt súkkulaðið og veltið þeim síðan upp úr flórsykri.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur