Sveppaosta mousse
250 gr Sveppir
60 gr Rauðlaukur
3 stk Hvítlauksrif
50 gr Smjör
130gr Rjómaostur
150gr Sýrður rjómi 18%
Steinselja
Salt og svartur pipar úr kvörn
Aðferð:
Skerið sveppina, rauðlaukinn og hvítlaukinn niður og steikið á pönnu með smjörinu, saltið og piprið, kælið. Setjið í matvinnsluvél og maukið. Passið þó að mauka ekki of mikið. Setjið því næst ostinn í vélina. Setjið í skál og bætið sýrða rjómanum út í og saxaðri steinseljunni. Kryddið til með salti og pipar