1 kg steinbítur með roði
200 gr Hveiti
2 stk Kínakálsblöð
4 stk vorlaukar
1/4 stk græn paprika
1/4 stk Gul paprika
1 stk Engifer þumall
1/3 Chili
2 stk hvítlauksrif
Safi úr tveimur sítrónum
4 msk Soya sósa
100 gr ósaltað smjör
2 stk Gulrætur
Olía til steikingar
Munið að nota frekar nýtt íslenskt grænmeti frekar en innflutt!
Aðferð:
Undirbúið grænmetið. Skerið gulræturnar í ræmur og kínakálið fínt sérstaklega grófa hlutan og svo má vera grófara þegar þynnri parturinn kemur. Snyrtið blaðlaukinn og skerið í litla bita. chili er hreinsað og skorið smátt. Skerið paprikuna í strimla. Skerið lúðuna í hæfilega bita og veltið upp úr hveitinu. Skrælið engiferið og rífið það í rifjaárni. Skerið hvítlaukinn fínt. Búið til blöndu úr sítrónu safanum, soya sósunni, engiferinu og hvítlauknum. Nú er allt tilbúið fyrir loka hnykkinn. Hitið pönnu og setjið olíuna á. Steikið steinbítinn á annari hliðinni þar til hann verður gullinbrúnn og snúið honum þá við. Setjið grænmetið því næst út á og steikið aðeins og hellið síðan blöndunni yfir allt saman. Þegar þetta er búið að malla í c.a. 3 mínútur setjið þá smjörið í litlum bitum út í og látið bráðna. Nú er allt klárt. Gott er að setja smá kryddjurtir yfir í restina til skrauts. Passar mjög vel að hafa hrísgrjón með þessum rétti.