Verslun

Steinbítur í sítrónu og soya

Steinbítur með grænmeti í soya og sítrónu

Fyrir 4

 

1 kg steinbítur með roði

200 gr Hveiti

2 stk Kínakálsblöð

4 stk vorlaukar

1/4 stk græn paprika

1/4 stk Gul paprika

1 stk Engifer þumall

1/3 Chili

2  stk hvítlauksrif

Safi úr tveimur sítrónum

4 msk Soya sósa

100 gr ósaltað smjör

2 stk Gulrætur

Olía til steikingar

 

Munið að nota frekar nýtt íslenskt grænmeti frekar en innflutt!

 

Aðferð:

Undirbúið grænmetið. Skerið gulræturnar í ræmur og kínakálið fínt sérstaklega grófa hlutan og svo má vera grófara þegar þynnri parturinn kemur. Snyrtið blaðlaukinn og skerið í litla bita. chili er hreinsað og skorið smátt. Skerið paprikuna í strimla. Skerið lúðuna í hæfilega bita og veltið upp úr hveitinu. Skrælið engiferið og rífið það í rifjaárni. Skerið hvítlaukinn fínt. Búið til blöndu úr sítrónu safanum, soya sósunni, engiferinu og hvítlauknum. Nú er allt tilbúið fyrir loka hnykkinn. Hitið pönnu og setjið olíuna á. Steikið steinbítinn á annari hliðinni þar til hann verður gullinbrúnn og snúið honum þá við. Setjið grænmetið því næst út á og steikið aðeins og hellið síðan blöndunni yfir allt saman. Þegar þetta er búið að malla í c.a. 3 mínútur setjið þá smjörið í litlum bitum út í og látið bráðna. Nú er allt klárt. Gott er að setja smá kryddjurtir yfir í restina til skrauts. Passar mjög vel að hafa hrísgrjón með þessum rétti.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur