Verslun

Stefán Karl leikari

Humarsæla (forréttur)

fyrir 6
  
2 þumlar engifer
3 límónur (lime)
2 tsk. balsamik edik
4 msk. sykur
600 gr. humar (skelflettur)

Engiferið er skorð í smáa bita. Límónurnar eru kreistar og safanum hellt í skál ásamt sykrinum og balsamik edikinni. Engiferið er síðan sett út í.

Þessi marinering er sett í pott og soðin við vægan hita í u.þ.b. 10 mínútur. Kælið marineringuna síðan alveg niður áður en þið setjið humarinn út í. Látið hann marinerast í blöndinni í u.þ.b. klukkustund áður en hann er borinn fram.

**************************

Mangó- og gúrkusalsa

(meðlæti með Humarsælunni)

fyrir 6

1/2 gúrka
1 mangó
1 lítil dós (180gr) hrein jógúrt
Nýmalaður svartur pipar

Saxið gúrkurnar og mangóinn í smáa bita. Hellið jógúrtinni yfir og kryddið með nýmöluðum pipar eftir smekk.

Berið fram með Lollo rosso salati, fersku kóríander og eilitlu af ólífuolíu.

**************************

Nautakjöt í bjórmarineringu

fyrir 6

 

1,2 kg nautalundir
1/2 rauður chili
1/2 grænn chili
5 hvítlauksgeirar
1/2 flaska bjór
1/2 flaska sæt sojasósa
1/3 flaska Filippo Berio Extra Virgin ólífuolía
Salt og pipar eftir smekk

Hellið ólífuolíunni í stóra skál. Chili og hvítlaukur eru saxaðir og settir út í. Því næst er sætu sojasósunni hrært út í og svo að lokum bjórnum. Hrærið vel.

Nautakjötið er látið liggja í marineringunni í klukkustund áður en það er brúnað á pönnu til þess að loka því. Kjötið er síðan sett inn í ofn í u.þ.b. 3 mínútur við 180°C.

Hvílið kjötið á heitum stað í um 5 – 10 mínútur þegar það kemur út úr ofninum áður en það er borið fram.

**************************

Kartöflusalatið góða

fyrir 6

10 bökunarkartöflur
1 krukka (140 gr.) grænar ólífur
2 laukar
Filippo Berio ólífuolía til steikingar
Basil, salt og svartur pipar eftir smekk

Saxið kartöflurnar niður í teninga og grófsaxið laukinn. Steikið kartöflurnar á pönnu upp úr ólífuolíu og bætið síðan lauknum og ólífunum saman við.

Stráið basil, salti og svörtum nýmöluðum pipar yfir eftir smekk.

Að steikingunni lokinni setjið kartöflurnar í eldfast mót og bakið í 15 mínútur við 180°C í ofni.

**************************

Ratatouille

fyrir 6

3 tómatar
1 kúrbítur (zucchini)
1 eggaldin
1 gul paprika
1 rauð paprika
2 rauðlaukar
1 blaðlaukur
3 meðalstórar gulrætur
1 dós tómatmauk
Ólífuolía til steikingar
Salt og pipar eftir smekk

Saxið allt grænmetið í teninga og gulræturnar eilítið smærra.

Steikið á pönnu og bætið við salti og pipar eftir smekk.


Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur