Verslun

Stefán Karl leikari

Humarsæla (forréttur)

fyrir 6
  
2 þumlar engifer
3 límónur (lime)
2 tsk. balsamik edik
4 msk. sykur
600 gr. humar (skelflettur)

Engiferið er skorð í smáa bita. Límónurnar eru kreistar og safanum hellt í skál ásamt sykrinum og balsamik edikinni. Engiferið er síðan sett út í.

Þessi marinering er sett í pott og soðin við vægan hita í u.þ.b. 10 mínútur. Kælið marineringuna síðan alveg niður áður en þið setjið humarinn út í. Látið hann marinerast í blöndinni í u.þ.b. klukkustund áður en hann er borinn fram.

**************************

Mangó- og gúrkusalsa

(meðlæti með Humarsælunni)

fyrir 6

1/2 gúrka
1 mangó
1 lítil dós (180gr) hrein jógúrt
Nýmalaður svartur pipar

Saxið gúrkurnar og mangóinn í smáa bita. Hellið jógúrtinni yfir og kryddið með nýmöluðum pipar eftir smekk.

Berið fram með Lollo rosso salati, fersku kóríander og eilitlu af ólífuolíu.

**************************

Nautakjöt í bjórmarineringu

fyrir 6

 

1,2 kg nautalundir
1/2 rauður chili
1/2 grænn chili
5 hvítlauksgeirar
1/2 flaska bjór
1/2 flaska sæt sojasósa
1/3 flaska Filippo Berio Extra Virgin ólífuolía
Salt og pipar eftir smekk

Hellið ólífuolíunni í stóra skál. Chili og hvítlaukur eru saxaðir og settir út í. Því næst er sætu sojasósunni hrært út í og svo að lokum bjórnum. Hrærið vel.

Nautakjötið er látið liggja í marineringunni í klukkustund áður en það er brúnað á pönnu til þess að loka því. Kjötið er síðan sett inn í ofn í u.þ.b. 3 mínútur við 180°C.

Hvílið kjötið á heitum stað í um 5 – 10 mínútur þegar það kemur út úr ofninum áður en það er borið fram.

**************************

Kartöflusalatið góða

fyrir 6

10 bökunarkartöflur
1 krukka (140 gr.) grænar ólífur
2 laukar
Filippo Berio ólífuolía til steikingar
Basil, salt og svartur pipar eftir smekk

Saxið kartöflurnar niður í teninga og grófsaxið laukinn. Steikið kartöflurnar á pönnu upp úr ólífuolíu og bætið síðan lauknum og ólífunum saman við.

Stráið basil, salti og svörtum nýmöluðum pipar yfir eftir smekk.

Að steikingunni lokinni setjið kartöflurnar í eldfast mót og bakið í 15 mínútur við 180°C í ofni.

**************************

Ratatouille

fyrir 6

3 tómatar
1 kúrbítur (zucchini)
1 eggaldin
1 gul paprika
1 rauð paprika
2 rauðlaukar
1 blaðlaukur
3 meðalstórar gulrætur
1 dós tómatmauk
Ólífuolía til steikingar
Salt og pipar eftir smekk

Saxið allt grænmetið í teninga og gulræturnar eilítið smærra.

Steikið á pönnu og bætið við salti og pipar eftir smekk.