Verslun

Standandi grillpartý með FM hnökkum

Standandi grillpartý

Gott er að áætla um 500 gr. á mann í heildina.

Þegar allur seðillinn er gerður þá ber að varast sérstaklega að það verði ekki krossmengun frá kjúklingnum. Allir fletir og áhöld sem kjúklingurinn snertir ber að sótthreinsa.

Allir pinnarnir miðast við að það sé einn biti af kjöti og einn af grænmeti sé partíið standandi en annars má raða á pinnana að vild.

Gott er að láta pinnana liggja í vatni í klukkustund áður en hráefnið er sett á þá því þá brenna þeir síður.

Fyrir 4

Nautagrillpinnar:
400 gr. Nautalund
2 stk. Paprikur
½ dl. Soya sósa
1 dl. Filippo Berio Ólífu olía
Grófur svartur pipar

Aðferð:
Soya sósuunni, ólífu olíunni og piparnum blandað saman í skál.
Nautakjötið og paprikurnar skorið í hæfilega stóra bita og marinerað í leginum í c.a. 30 mínútur.

Lambagrillpinnar

400 gr. Fituhreinsað lambafille
2 stk. Rauðlaukur
1 dl. Wok szechuan style frá The Hot spot
1 dl. Filippo Berio ólífu olía
Salt

Aðferð:
Sósunni og olíunni blandað saman. Salt eftir smekk.
Lambafille-ið er skorið niður í hæfilega bita ásamt rauðlauknum, sett á pinna og marinerað í leginum.

Kjúklingagrillpinnar

400 gr. Kjúklingabringur
1 stk. Súkíni
1/2stk. Chili
1 þumall Engifer
2 stk. Lime
1 dl. Filippo Berio ólífu olía
Salt

Aðferð.
Chili-ið er tekið og saxað mjög smátt. Engiferið er rifið niður í rifjárni. Lime-ið er kreist út í skálina, olíunni er því næst bætt útí og kryddað til.
Kjúklingurinn og laukurinn settur upp á spjót og marinerað í c.a. ½ tíma.
Gætið þess að grilla kjúklinginn í gegn.

Fiskigrillpinnar
400 gr. Skötuselur
2 stk. Græn paprika
1 krukka. Hvítlaukssmjör úr krukkunum frá osta og smjörsölunni
1 dl. Olía
Salt og pipar

Aðferð:
Hafið smjörið við stofuhita og hrærið saman við olíunni.
Fiskurinn er skorinn ásamt paprikunni og settur á tein. Makið því næst smjörblöndunni á fiskinn.

Vanilluskyrsósa með beikoni og blaðlauk
500 gr. Vanilluskyr
100 gr. Beikon
100 gr. Blaðlaukur
Salt og pipar

Aðferð:
Steikið beikonið þar til það verður stökkt. Saxið blaðlaukinn niður. Hrærið skyrið í skál og bætið út í blaðlauknum og beikoninu og kryddið til.

Sæt tómat chilisósa

1 dós Hunt’s niðursoðin tómatsósa í dós
1 dl. Filippo Berio ólífu olía
1 tsk. Maukað chili úr krukku
2 msk. Japanese soy sauce
3 msk. Meli fljótandi hunang
Salt

Aðferð:
Blandið öllu saman og hrærið vel. Leyfið sósunni að brjóta sig í klukkustund.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur