Innbakaður fashani og kjúklingur með kanil
fyrir 6
2 hótellaukar
1 fashani
1 kjúklingur
2 tsk ferskur engifer
1 msk kanill
Hálf handfylli möndlur
Góð handfylli möndluflögur
Búnt af steinselju
Búnt af kóríander
2 pakkar fílódeig
Flórsykur sem stráð er yfir að lokum
Ólífuolía eftir smekk
Eggjahræra
6 egg
2 góðar ausur af kjúklingasoði.
Skerið fashanann og kjúklinginn í fjóra hluta. Skerið niður með lærunum þannig að þið fáið bringurnar og lærin heil. Þrífið vel. Skerið niður laukinn og svitið hann í stórum potti. Setjið að því loknu hálfan lítra af vatni saman við. Rífið engiferinn á rifbretti og setjið út í pottinn. Stráið u.þ.b. matskeið af kanil yfir fashanann og kjúklinginn áður en hann er settur í pottinn. Látið fashanann og kjúklinginn sjóða í 25 mínútur.
Takið möndlurnar og möndluflögurnar og hitið á pönnu með ólífuolíu. Setið pönnuna síðan inn í 160 gráðu heitan ofn í 10 mínútur. Veiðið kjúklinginn upp þegar hann er soðinn, setjið á fat og snöggkælið með því að setja inn í frysti í 10 mínútur.
Þegar kjúklingur hefur aðeins kólnað takið þá kjötið af beinunum og setjið í skál. Notið hringlaga eldfast mót og smyrjið það að innan með ólífuolíu. Leggið fílódeigsblöð í botninn og pensið yfir með ólífuolíu. Endurtakið fjórum sinnum.
Fyllið því næst botninn með fashana- og kjúklingakjötinu. Vætið síðan kjötið með örlitlum hluta af soðinu. Saltið og piprið eftir smekk. Setjið tvöfalt lag af fílódeigi yfir áður en næsta kjötlag er sett í. Haldið þannig áfram koll af kolli þangað til mótið er fullt. Munið að pensla alltaf fílódeigið áður en næsta lag er sett ofan á. Setið 6 egg á pönnu og búið til eggjahræru. Bætið fashanasoðinu og kjúklingnum saman við á meðan hrært er. Saltið og piprið eggjahræruna eftir smekk. Setið síðan eggjahræruna efst í eldfasta mótið, setið tvöfalt fílódeig yfir og pensið vel með ólífuolíu. Setjið því næst brúnuðu möndlurnar á (bæði möndluflögur og möndlur). Lokið með því að setja fílódeigið yfir og penslið að lokum með ólífuolíu.
Setið inn í ofn við 150 gráður og bakið þar til fílódeigið er orðið gyllt að utan. Stráið að lokum flórsykri yfir. Haldið heitu inni í ofni þar til þetta er borið fram.
************************
Salat
6 stórar gulrætur
Handfylli af steinselju
Rífið gulræturnar niður með rifjárni.
Saxið steinseljuna.
Salatsósa
2 appelsínur (safinn úr þeim)
2 tsk kanill
2 msk flórsykur
Kreistið safann úr appelsínunum í skál. Bætið síðan kanil og flórsykri út í. Hrærið vel.
*************************
Einstakt myntute
Kínverskt grænt te (Special gun powder)
Mynta
Setjið 3 msk af kínvesku grænu te í tepotti. Setjið 2 ausur af heitu vatni í tepottinn og leyfið því standa í smástund. Hellið því næst vatninu af og setjið nokkur myntulauf ofan í tepottinn. Hellið síðan heitu vatni aftur ofan í pottinn. Berið fram með myntulauf í tebollunum.
*************************
Skötuselur með kúskús, rúsínum, hnetum og kryddi
fyrir 6
1 kg Skötuselur
1 hótellaukur
Handfylli af steinselju
6 tómatar
1 bolli rúsínur
1 poki kasjúhnetur (u.þ.b. 150 gr)
1 gul papríka
1 rauð papríka
1/2 lítri vatn (til suðu)
Sjávarsalt eftir smekk
2 msk grænmetiskraftur út í vatn
1 pakki kúskús
Skerið niður lauk og setjið á pönnu. Svitið laukinn vel í ólífuolíu. Skerið því næst niður papríkurnar og mýkið í potti með ólífuolíu. Tómatarnir koma næstir, skerið þá niður og setjið með paprikunum. Bætið lauknum við. Setið vatn út í pottinn og lofið þessu að sjóða í u.þ.b. 5 mínútur.
Setið því næst skötuselinn (sem búið er að skera í stykki) ofan á og sjóðið. Saltið vel yfir með sjávarsalti og piprið einnig með svörtum pipar. Setjið kúskúsinn út í grænmetissoðið. Setið lok á pottinn og slökkvið undir.
Hellið rúsínunum á pönnu með ólífuolíu. Látið rúsínurnar poppa. Takið af þegar þær eru tilbúnar. Setið því næst kasjúhneturnar á pönnu með smá ólífuolíu og brúnið þær. Setið kúskúsinn á stórt fat. Raðið því næst paprikunni, lauknum og tómötunum ofan á. Síðan er skötuselurinn settur ofan á. Stráið að lokum rúsínunum og kasjúhnetunum yfir og saxaðri steinseljunni efst.
*************************
Appelsínur með kanil og saffran
fyrir 6
6 appelsínur
1/2 tsk saffran
1 dl kalt vatn
1 msk kanill
Afhýðið appelsínurnar, skerið í sneiðar og raðið á fat. Stráið saffraninu út í vatnið. Leyfið þessu að blandast vel saman. Kælið. Hellið yfir appelsínurnar þegar blandan er orðin köld. Stráið að lokum kanil yfir.