Verslun

Sjöfn Har og Thulin Johansen

Heima er bezt – 3. þáttur

SVARTFUGLSSÆLA (forréttur)

Marinering fyrir svartfuglsbringurnar

3 stk. Svartfuglar (Langvía) (fl.e. 6 stakar bringur)
1/2bolli Hvítlauksólífuolíu
2 msk. Chiliolía
2 msk. Púðursykur
1/2bolli Rauðvín
1 msk Rauðvínsedik
1 msk Villibráðakrydd
1 tsk Mexican seasoning krydd
1 tsk Hvítlaukspipar
2 tsk Papríkuduft

1. Fuglinn er þveginn og snyrtur,öll fita tekin af og hann úrbeinaður
2. Blandið öllu hráefninu í marineringuna saman í skál og látið svartfuglsbringurnar liggja í flví í 5-6 klst. í ísskáp.

Steiking á svartfuglsbringunum

Góð klípa af Ósöltuðu smjöri
Villibráðakrydd (frá Gevalia)
Rjúpnakraftur (frá Oscar)
Álpappír.

1. Smjörið sett á pönnu og bringurnar eru snöggsteiktar báðum megin.
2. Eftir að búið er að steikja kjötið nokkuð vel er flað tekið og sett í álpappír og hann vafinn vel utanum. Við þetta heldur kjötið áfram að steikjast. Á meðan er kjötið látið kólna í álpappírnum og sósan búin til.

Villibráðarjómi
Soðið af svartfuglssteikingunni
1 peli af rjóma
Rjúpnakraftur (frá Oscar)
Villibráðakrydd

þegar steikningu líkur á svartfuglsbringunum, er safinn sem kom úr kjötinu og smjörinu sem eftir er á pönnunni er hitað varlega og bætt vel af Oscar-rjúpnakraft út á pönnuna ca. 1 til 2 matskeiðar og hræra vel í. þessi sósa á að vera sterk, og bæta má vel af villibráðakryddi út í. Ef soðið verður of þykkt má bæta smá rjóma út í. Næst er soðinu hellt í skál og það kælt vel niður. Síðan er þeyttur einn peli rjómi og honum bætt út í kalt soðið og hrært varlega saman.

Framreiðsla: Bringurnar skornar í þunnar sneiðar, 1/2 – 1 bringa á disk, skreyta má diskinn með púrtvínslegnum steinlausum rúsínum, grænum vínberjum, eitt lauf af mandarínu, e.t.v. grænt salatblað. Kaldur rjómavillibráðarjóminn er settur á diskinn, t.d. 1 matsk.

Aðalréttur

Heiðagæsabringa.

4 stk. Heiðagæsir (fl.e. 8 stakar bringur)
Villibráðakrydd (frá Gevalia eða Pottagöldrum)
Pipar og sjávarsalt eftir smekk

Steiking: Setjið klípu af ósöltuðu smjöri á vel heita pönnu og steikið bringurnar í nokkrar mínútur báðum megin og lækkið síðan hitann á hellunni. Steikingin tekur ca. 6 – 8 mín. Eftir steikingu er kjötið sett á fat látið vera í bakarofni í ca. 8 – 10 mín.við 180°C hita. Þegar kjötið er tekið út úr ofninum er gott að láta það bíða í ca. 3 – 5 mín. það má setja yfir það álpappír rétt á meðan.

Sósa:

1 lítri af kalt vatn
ca. 100 gr. Hveiti
ca. 100 gr. Ósöltuðu smjör
Villibraðakrydd
Rjúpnakraftinn frá Oscari
1 msk Rifsberjagel
Gráðaostur eftir smekk
Sósulitur eftir smekk

Gott er að gera soðið fyrir sósuna nokkrum klukkustundum áður en sósan sjálf er búin til. Lærin af gæsinni og fóarnið steikt í potti og með köldu vatni. þetta er látið malla í 1 klst. þetta soð er notað í sósuna, smjöri og hveiti sett í pott og hún bökuð upp, soðið af lærunum notað. Krydda má sósuna með villibráðakryddi (frá Gevalia), smáklípu af gráðaosti, rjúpnakrafturinn, ribsberjasultu og sósulit.

Meðlæti:
Sætar kartöflur sem eru skornar niður. þær eru settar í eldfastmót, kryddaðar með rauðvínsediki, ólífuolíu, sjávarsalti og pipar. Settar í ofn í 20 mín. við 180°C.

Tytteberjasulta er mjög góð með þessu.

Eplasalat
3 stk afhýdd Græn epli, kjörnuð og skorin í bita
Blá vínber (ca. 15 – 20 stk. Steinlaus og skorin í tvennt)
1 peli af rjóma
1 msk sykur

EFTIRRÉTTURINN

Súkkulaðisoufflé
4 msk smjör
1 msk flórsykur
2 1/2 dl mjólk
3 msk hveiti
100 gr sykur
salt eftir smekk
1/2 tsk af vanilludropum
75 gr Súkkulaði (70% Síríus súkkulaði)
4 stk egg
1 stk eggjahvíta

1. Setjið vatn í ofnskúffu og setjið inn í 190°C heitann ofn.
2. Souffléformin eru smurð að innan með smjöri. Stráið smávegis af flórsykri inn í þau.
3. Hitið mjólkina í potti.
4. Smjörið er brætt í öðrum potti, hveitinu stráð saman við, hrært saman með handþeytara og bakað upp með heitri mjólkinni.
5. Salti, sykrinum og vanillunni bætt saman við. Munið að hræra vel og stöðugt. Hafið lágan hita á hellunni þannig að jafningurinn er orðinn talsvert þykkur.
6. Jafningurinn er síðan tekinn af hitanum. Súkkulaðið er sett saman við jafninginn og haldið áfram að hræra þar til það er bráðið.
7. Skilið eggin að; rauðurnar eru þeyttar vel saman og síðan bætt saman við bræðinginn.
8. Síðan eru hvíturnar stífþeyttar og að því loknu er eggjahvítunum blandað saman við bræðinginn. þetta er gert varlega með sleikju.
9. þá er souffléblandan tilbúinn og hún sett strax í souffléformin.
10. Formin eru síðan sett strax í vatnsbaðið í heitum ofninum og höfð þar í 10 mínútur í 190°C. Hitinn er síðan lækkaður niður í 160°C og souffléið er bakað áfram í 10 mínútur.

Með þessu súkkulaðisouffléi eru bornar fram fjórar tegundir af heimagerðri berjasultu.

Bláberjasulta
1 box af bláber
1 msk. Hindberjaedik
3 msk sykur

þetta er allt soðið saman í potti þar til sultan er orðin þykk.

Brómberjasulta1 box af brómber
1 msk. Hindberjaedik
3 msk sykur

þetta er allt soðið saman í potti þar til sultan er orðin þykk.

Blæjuberjasulta
1 box blæjuber
1 msk hvítvín
3 msk sykur

þetta er allt soðið saman í potti þar til sultan er orðin þykk.

Hindberjasulta1 box af hindber
1 msk hvítvín
3 msk sykur

þetta er allt soðið saman í potti þar til sultan er orðin þykk.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur