Verslun

Sigríður Klingenberg spámiðill

FISKISÚPA AÐ HANDAN
– fyrir 6 manns –

  
250 gr Lax
250 gr Skötuselur
400 gr Kræklingur
200 gr Humar
2/3 flaska Hvítvín
1 1/2 lítri Vatn
2 öskjur Rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum
2 stk Laukur
4 rif Hvítlaukur
1/2 stk Græn papríka
1/2 stk Rauð papríka
1/2 stk Gul papríka
1/2 stk Appelsínugul papríka
2 stk Chili (dauft)
1 dós Hunts niðursoðnir tómatar (Stewed tomatoes)
2 msk Kjúklingakraftur
2 msk Fiskikraftur
2 tsk Dijon Provançe sinnep
2 1/2 msk Appelsínumarmelaði
3 tsk Sykur
Ólífuolía eftir smekk
Sjávarsalt og pipar eftir smekk.1. Byrjið á að saxa niður laukinn og hvítlaukinn. Setjið í stórann
pott ásamt ólífuolíu. Svitið laukinn.2. Saxið því næst niður papríkuna og bætið út í.

3. Bætið hvítvíninu út í og látið sjóða niður um helming.

4. Setjið niðursoðnu tómatana í pottinn ásamt vatninu. Bætið
kraftinum, kryddinu, sinnepinu og appelsínumarmelaðinu út í. Látið
sjóða í u.þ.b. 10 mínútur

5. Bragðbætið eftir smekk.

6. Setið að lokum fiskinn í og látið suðuna koma upp. Hellið að lokum um það bil 4 msk af
ólífuolíu í súpuna skömmu áður en hún er borin fram.

Dularfulla ávaxtasalatið í hnetukörfunni
– Fyrir 6 –

 
1 box afJarðarberjum
1 box af Bláberjum
1 box af Blæjuber
1 box af Krækiber
1 box af BrómberSetjið berin í sykur – hnetukörfur.
Kokkarnir notuðu hnetukörfu frá Café Konditori Copenhagen. Hægt er að búa hana líka til sjálfur:Sykurkörfur
150 gr. Mjúkt smjör
240 gr. Sykur
120 gr. Hveiti
120 gr. Sýróp
Engifer eftir smekk, ekki nauðsynlegt

1. Blandið öllu saman og hnoðið með höndunum.
2. Setjið smjörpappír á bökunarplötu. Búið til litlar kúlur og setjið með góðu millibili á plötuna og bakið við 200°c í c.a. 5 mínútur. Það sem gerist er að kúlurnar bráðna og verða þunnar plötur.
3. Takið út úr ofninum og látið standa í nokkrar sekúndur því næst setjið degið yfir bolla.
4. Látið standa þar til deigið storknar og eru þá komnar gullfallegar körfur til að bera fram berin í.

Vanillusósa
(úr bókinni “Matarást” eftir Nönnu Rögnvaldardóttur)
4 dl Mjólk
1 stk Vanillustöng
6 msk Sykur
4 Eggjarauður

1. Mjólkin hituð að suðu ásamt vanillustönginni en síðan látin kólna ögn.
2. Eggjarauðurnar setta í skál ásamt sykri og þeytt mjög vel.
3. Vanillustöngin tekin úr mjólkinni og henni síðan hellt saman við smátt og smátt og þeytt vel á meðan.
4. Sett aftur í pottinn og þeytt þar til þykknar.
5. Hellið varlega yfir berin í sykurkörfunni

   

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur