Verslun

Sigmundur Ernir og Elín

 

Suðræn jólastemning

Steiktur saltfiskur með suðrænu tómatmauki- fyrir 6

  

600 gr saltfiskur
6 tómatar
1 rauðlaukur
2 shallot laukar
1 hvítlauksrif
2 tsk tómat puré
2 greinar ferskt timian
10 blöð ferskt basilikum
3 bollar hveiti
Ólífuolía til steikingar
Salt og svartur pipar eftir smekk

Byrjið á að útvatna fiskinn. Saltfisk til steikingar þarf að útvatna í 2 sólarhringa. Undirbúið því næst saltfiskinn fyrir steikinguna, skerið hann í hæfilega stóra bita.

Veltið saltfiskbitunum því næst upp úr hveiti. Steikið saltfiskinn á pönnu, upp úr ólífuolíu, í um það bil eina og hálfa mínútu á hvorri hlið.

Brytjið tómatana niður í teninga. Saxið rauðlaukinn og shallot laukinn ásamt hvítlauknum. Setjið síðan allt saman í góðan pott ásamt skvettu af ólífuolíu. Látið suðuna koma upp og bætið því næst tómat puré við. Saxið basilikum og rífið timianið og bætið saman við. Saltið og piprið. Látið krauma í 3 mínútur.

********************

Volgt kartöflusalat

  
– fyrir 6300 gr kartöflur
2 msk svartar ólífur
1 rauðlaukur
2 hvítlauksrif
3 msk smjör
Svartur pipar og salt eftir smekkSjóðið kartöflurnar og stappið þær síðan gróflega saman.Brytjið niður ólífurnar og bætið saman við kartöflurnar.Saxið niður rauðlaukinn og hvítlaukinn. Bætið saman við.Setjið því næst smjörið út í og hrærið vel.Setjið að lokum salt og svartan pipar eftir smekk.

Jón Arnar og Rúnar mæla með Tommasi Soave hvítvíni með forréttinum.

********************

Kálfakjöt (Scallopino)

   
– fyrir 61350 gr kálfakjöt
12 stk ferskur aspas
800 gr ferskt Tagliatelle pasta
6 vorlaukar
4 hvítlauksrif
2 sítrónur
Salt og svartur pipar eftir smekk
Ljós ólífuolía til steikingarSnyrtið aspasinn til, skerið neðri endann af. Hitið vatn í potti ásamt salti og smá ólífuolíu. Sjóðið aspasinn í því í 3-4 mínútur.Snyrtið vorlaukinn og sneiðið niður.Skerið sítrónurnar í báta.Setjið pastað ofan í sjóðandi vatn með ólífuolíu og salti og látið sjóða skv. leiðbeiningum á pakka. Þegar pastað er soðið er það látið undir rennandi kalt vatn og snöggkælt.Hitið pönnu með ljósu ólífuolíunni. Steikið kálfasneiðarnar á pönnunni í ca. 1 – 2 mínútur á hvorri hlið, saltið og piprið.

Sneiðið niður hvítlaukinn og setjið á pönnu með góðri ólífuolíu. Bætið vorlauknum út í. Setjið pastað saman við og hitið. Passið að láta allan vökva renna af pastanum áður en það er sett út í. Kryddið með salti og svörtum pipar.

Jón Arnar og Rúnar mæla með Marquez de Arienzo reserva rauðvíni.

********************

Ostabakki með eftirlætisostunum

Gorgonzola
Camenbert
Geitaostur
Gamle Ole
Parmesan
Svissneskur emmental
Ber til skrauts (blæjuber, rifsber, jarðaber, hindber og vínber).

Jón Arnar og Rúnar mæla með Cockburn´s Púrtvíni eða Tommasi Rafael rauðvíni.

**********************

Djúpsteikur Camenbert í kornflöguraspi

2 egg
1 bolli hveiti
3 bollar muldar kornflögur

Sneiðið camenbert ostinn í hæfilega stóra bita.

Velltið bitunum upp úr hveiti, því næst eggi og að lokum upp úr kornfleksinu.

Djúpsteikið síðan á pönnu upp úr ljósri ólífuolíunni, athugið einungis 1 mínúta á hvorri hlið. Snúið bitunum varlega við.

 

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur