Verslun

Sævar Karl og Erla

Ítalskt mozzarella, tómata og basil salat

– fyrir 6

4 – 5 stk. íslenskur mozzarellaostur (u.þ.b. 625 gr.)
10 tómatar
Búnt af ferskum basillaufum eftir smekk
Extra virgin ólífuolía eftir smekk
Nýmalaður svartur pipar og salt

Skerið mozzarellaostinn og tómatana niður í álíka þykkar sneiðar. Raðið mozzarellaostinum og tómötunum ásamt basillaufunum á víxl á fat. Hellið að lokum yfir góðri extra virgin ólífuolíu. Stráið nýmöluðum pipar og salti yfir rétt áður en þið berið réttinn fram.

Ferskt sumarberjasalat Erlu

– fyrir 6

1 mangó
1/2 Guantaloup melóna
1 askja brómber
1 askja jarðarber
1 askja bláber
1 askja kirsuber
1 askja blæjuber

Skerið mangóávöxtinn og melónuna í teninga, álíka stóra og berin. Skolið berin vel áður en þið snyrtið þau til, ef þörf krefur, og setjið í skál ásamt mangó- og melónuteningunum.

Sumarsalatkremið

3 eggjarauður
1 peli rjómi
3 msk. flórsykur

Byrjið á því að þeyta rjómann. Því næst þeytið saman í handþeytara, í annari skál, eggjarauðurnar og flórsykurinn. Hrærið síðan þeytta rjómann varlega saman við eggin og flórsykurinn. Berið kremið fram með sumarsalatinu.

Kjúklingabringur a la Sævar Karl og Erla

– fyrir 6

9 kjúklingabringur (u.þ.b. 1 1/2 bringa á mann)
3 límónur (lime)

Marineringin

1 bolli extra virgin ólífuolía
1 msk. balsamik edik
2 msk. grillsósa að eigin vali
4 hvítlauksgeirar
Handfylli af ferskri steinselju eftir smekk
Nýmalaður svartur pipar og salt eftir smekk

Blandið ólífuolíunni, balsamik edikinni og grillsósunni vel saman. Kreistið hvítlauksgeiranna í hvítlaukspressu og bætið við löginn. Rífið ferska steinselju niður og setjið út í marinerínguna.

Setið kjúklingabringurnar í gott fat og hellið marineríngunni yfir. Látið standa í eina klukkustund.

Hafið grillið vel heitt þegar þið setið kjúklingabringurnar á það. Grillið þær í ca. 4 – 5 mínútur á hvorri hlið.

Penslið kjúklingabringurnar reglulega með afganginum af marineríngunni á meðan á grillingunni stendur. Grillið þangað til kjúklingabringurnar eru orðnar stinnar.

Berið strax fram.

Meðlæti
4 stk. Kúrbítur (súkkíni)
Ólífaolía eftir smekk
Nýmalaður pipar og salt eftir smekk

Skerið kúrbítinn eftir endilöngu. Veltið kúrbítnum upp úr ólífuolíunni áður hann er settur á grillið. Kryddið með nýmöluðum pipar og salti.

Ljúffengt sætkartöflusalat

– fyrir 6

1 kíló sætar kartöflur

2 græn epli

2 rauðlaukar

1 krukka góðar ólífur í olíu

Ólífuolía til steikingar

Nýmalaður svartur pipar og salt eftir smekk

Sætu kartöflurnar eru skrældar og skornar í hæfilega stóra teninga. Grænu eplin eru skorin í örlítið stærri teninga. Laukur er skrældur og skorinn í báta. Sætu kartöflurnar eru síðan steiktar á pönnu upp úr góðri ólífuolíu við meðalhita í um það bil 10 mínútur. Munið að hafa nægja ólífuolíu á meðan steikt er. Því næst er lauknum blandað saman við. Um það bil 2 mínútum síðar skal grænu eplateningunum og ólífunum í olíunni hellt saman við. Lok er sett á pottinn og hann er síðan tekinn af hellunni. Látið bíða í 5 mínútur áður en rétturinn er borinn fram.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur