Verslun

Sævar Karl og Erla

Ítalskt mozzarella, tómata og basil salat

– fyrir 6

4 – 5 stk. íslenskur mozzarellaostur (u.þ.b. 625 gr.)
10 tómatar
Búnt af ferskum basillaufum eftir smekk
Extra virgin ólífuolía eftir smekk
Nýmalaður svartur pipar og salt

Skerið mozzarellaostinn og tómatana niður í álíka þykkar sneiðar. Raðið mozzarellaostinum og tómötunum ásamt basillaufunum á víxl á fat. Hellið að lokum yfir góðri extra virgin ólífuolíu. Stráið nýmöluðum pipar og salti yfir rétt áður en þið berið réttinn fram.

Ferskt sumarberjasalat Erlu

– fyrir 6

1 mangó
1/2 Guantaloup melóna
1 askja brómber
1 askja jarðarber
1 askja bláber
1 askja kirsuber
1 askja blæjuber

Skerið mangóávöxtinn og melónuna í teninga, álíka stóra og berin. Skolið berin vel áður en þið snyrtið þau til, ef þörf krefur, og setjið í skál ásamt mangó- og melónuteningunum.

Sumarsalatkremið

3 eggjarauður
1 peli rjómi
3 msk. flórsykur

Byrjið á því að þeyta rjómann. Því næst þeytið saman í handþeytara, í annari skál, eggjarauðurnar og flórsykurinn. Hrærið síðan þeytta rjómann varlega saman við eggin og flórsykurinn. Berið kremið fram með sumarsalatinu.

Kjúklingabringur a la Sævar Karl og Erla

– fyrir 6

9 kjúklingabringur (u.þ.b. 1 1/2 bringa á mann)
3 límónur (lime)

Marineringin

1 bolli extra virgin ólífuolía
1 msk. balsamik edik
2 msk. grillsósa að eigin vali
4 hvítlauksgeirar
Handfylli af ferskri steinselju eftir smekk
Nýmalaður svartur pipar og salt eftir smekk

Blandið ólífuolíunni, balsamik edikinni og grillsósunni vel saman. Kreistið hvítlauksgeiranna í hvítlaukspressu og bætið við löginn. Rífið ferska steinselju niður og setjið út í marinerínguna.

Setið kjúklingabringurnar í gott fat og hellið marineríngunni yfir. Látið standa í eina klukkustund.

Hafið grillið vel heitt þegar þið setið kjúklingabringurnar á það. Grillið þær í ca. 4 – 5 mínútur á hvorri hlið.

Penslið kjúklingabringurnar reglulega með afganginum af marineríngunni á meðan á grillingunni stendur. Grillið þangað til kjúklingabringurnar eru orðnar stinnar.

Berið strax fram.

Meðlæti
4 stk. Kúrbítur (súkkíni)
Ólífaolía eftir smekk
Nýmalaður pipar og salt eftir smekk

Skerið kúrbítinn eftir endilöngu. Veltið kúrbítnum upp úr ólífuolíunni áður hann er settur á grillið. Kryddið með nýmöluðum pipar og salti.

Ljúffengt sætkartöflusalat

– fyrir 6

1 kíló sætar kartöflur

2 græn epli

2 rauðlaukar

1 krukka góðar ólífur í olíu

Ólífuolía til steikingar

Nýmalaður svartur pipar og salt eftir smekk

Sætu kartöflurnar eru skrældar og skornar í hæfilega stóra teninga. Grænu eplin eru skorin í örlítið stærri teninga. Laukur er skrældur og skorinn í báta. Sætu kartöflurnar eru síðan steiktar á pönnu upp úr góðri ólífuolíu við meðalhita í um það bil 10 mínútur. Munið að hafa nægja ólífuolíu á meðan steikt er. Því næst er lauknum blandað saman við. Um það bil 2 mínútum síðar skal grænu eplateningunum og ólífunum í olíunni hellt saman við. Lok er sett á pottinn og hann er síðan tekinn af hellunni. Látið bíða í 5 mínútur áður en rétturinn er borinn fram.