SPÍNATSALAT
Með furuhnetum og parmesanosti
fyrir 6
600 gr. spínat
100 gr. furuhnetur
1 1/2 dl. Filippo Berio ólífuolía
1 1/2 dl. vatn
1/2 dl. Filippo Berio balsamik edik
2 msk. hrásykur
1 stk. Parmesan ostur
Salt og svartur pipar
Hrærið saman ólífuolíu, vatni og balsamikediki. Bætið sykri, salti og pipar saman við eftir smekk.
Rífið stilkana af spínatblöðunum. Skolið spínatið og raðið á fat. Ristið furuhneturnar á þurri pönnu í stutta stund eða þar til þær eru orðnar gylltar.
Hellið dressing sósunni yfir salatið rétt áður en það er borið fram og stráið furuhnetunum og þunnum sneiðum af parmesanostinum yfir.
Berið fram með grófu brauði.
* * * * * * * * * * * *
GRÁÐOSTAFYLLTAR KJÚKLINGABRINGUR
fyrir 6
300 gr. gráðostur
1 dl. hveiti
4 hvítlauksrif
3 msk. brauðraspur
1/2 l. kaffirjómi
2 dl. hvítvín
Vorlaukur til skrauts
Ólífuolía til steikingar
Pipar og salt eftir smekk
Stappið saman gráðosti, pipar, brauðraspi og pressuðum hvítlauksrifjunum.Búið til gat á bringurnar og setjið fyllinguna inn í. Gott er að loka gatinu með stöngli.Veltið kjúklingnum uppúr kryddaða hveitinu, þ.e. hveitið með pipar og salti.
Steikið kjúklingabringurnar næst á pönnu upp úr ólífuolíunni og sjóðið á eftir í kaffirjóma í um það bil 5 mínútur við lágan hita.
Að þessu loknu setjið kjúklinginn í eldfast mót og látið í ofn, 160° C, í um það bil 10 15 mín.
Léttsteikið vorlaukinn á pönnu og raðið yfir kjúklinginn áður en þið berið réttinn fram.
* * * * * * * * * * *
VILLISVEPPA RISOTTO
fyrir 6
3 stk. shallot laukur
1 pakki þurrkaðir villisveppir
500 gr. Tilda Arborio hrísgrjón
1 1/2 l. kjúklingasoð (2 teningar blandað við 1 1/2 ltr. af vatni)
1 dl. hvítvín
1 dl. rjómi
Filippo Berio ólífuolía til steikingar
Shallot laukurinn er saxaður smátt niður.
Setjið ólífuolíu í pottinn og bætið shallot lauknum út í.
Setjið villisveppina í vatn og lofið þeim að mýkjast upp.
Hellið hrísgrjónunum út í pottinn.
Blandið saman kjúklingasoði og villisveppasoði setjið út í pottinn, 1/4 í senn. Sjóðið við vægan hita þannig að vökvinn gufi upp 4 sinnum.
Bætið hvítvíninu og rjómanum út í síðustu suðunni.
* * * * * * * * * * * *
GRILLAÐAR FERSKJUR
1 dl balsamik edik
2 dl molasses*
2 1/2 teskeið nýmalaður pipar.
6 þroskaðar ferskjur
Balsamikedikið er soðið þar til helmingur hefur gufað upp.
Mollassinn er síðan settur út í. *Ef þú átt ekki Molasses er hægt er að nota hrásykur og vatn til helminga, þ.e. 1 dl af hrásykri blandað saman við 1 dl. af vatni. Þetta þarf að sjóða hægt niður.
Hrærið piparnum saman við balsamik edikið og molasses blönduna.
Ferskjurnar eru skornar í helminga inn að steini og snúnar í sundur.
Ferskjurnar eru síðan penslaðar með sósunni og settar á heitt grill eða í ofn.
Grillið ferskjurnar fyrst á hvolfi og penslið af og til.
Snúið ferskjunum við, penslið vel og setjið aftur inn í ofninn.
Berið fram með vanilluís eða rjóma.