Verslun

Leikarahjónin Gunni Helga og Björk Jakobs

Forréttur –

Túnfisk Carpaccio

Fyrir 6

1 tsk raspaður engifer
3 msk laukur – smátt saxaður laukur
2 tsk Tom Yum sósa frá Hotspot
2 dl sojasósa frá Thai choise
1 msk sesamfræ ristuð
3 dl Olífuolía, Filippo Berio, Mild & Light
1 poki Ruccola Sallat.
30 gr ristaðar furuhnetur
600 gr túnfiskur
Salt
Pipar

Dressing:
Laukurinn er saxaður í litla bita og set t ur í skál ásamt engifer inu og olivuoliu. Tom Yom bætt út í ásamt sojasósu og hrært saman. Sesamfræjum bætt út í. Látið standa í klst áður en borið fram.

Sallatið er sett í skál. ólífu olían sett yfir sallatið og pipar og salti stráð yfir. Blandað saman.
Túnfiskurinn er skorinn í þunnar sneiðar og raðað á miðjan disk. Það er best að skera hann þegar hann er ennþá svolítið frosinn.
Dressingin er sett ofan á túnfiskinn og síðan er sallatinu bætt ofan á.
Furuhneturnar eru ristaðar á pönnu og stráð á diskinn í kringum túnfiskinn.

Eftirréttur –

Peruterta tatin
5 perur
Smjördeig til að þekja pönnuna
200 gr sykur
50 gr. Ósaltað smjör
1 egg

Byrjað er á að afhýða og kjarna perurnar og skera í báta
Sykurinn er brúnaður á pönnunni og smjörið er sett saman við eftir að sykurinn hefur orðið að karamellu. Perunum er raðað ofan á karmelluna í hring með mjórri endann að miðju.
Ofninn er forhitaður í 180°
Smjördegið er flatt út í þunnt lag nógu stórt til að ná yfir pönnuna. Það er síðan sett yfir í pönnuna og penslað yfir það með eggi.
Sett í ofn 20-30 mín.

Aðalréttur –

Gæsabringur með Mango Chutney og sveppasósu

Sveppasósa:
250 gr sveppir
3 dósir soð frá Úrvals
2 msk jarðaberjasulta
1 dl rjómi
1 dl rauðvín
Salt
Pipar
smjör

Sveppirnir eru brúnaðir í smjöri á potti. Soðinu er hellt yfir sveppina og látið sjóða varlega niður í 20 mín við við vægan hita.
2 matskeiðum af jarðaberjasultu bætt út í, ásamt 1 dl. af rjóma og 1 dl af rauðvíni.
Sósan er síðan smökkuð til og í lokin sett 2 tsk af ósöltuðu smjöri.

Marineraður rauðlaukur:
2 stk rauðlaukar
2 dl hindberjaedik frá Ridderheims
100 gr sykur
Olífu-olía

Rauðlaukurinn er skrældur, skorinn í báta og steiktur í Olifu olíu. Hindberjaedikinu er hellt yfir og hrært saman. Sykrinum og olífuolíunni bætt út í og látið krauma í 10 mín við vægan hita. Tekið af hellu og látið standa í 20 mín áður en borið fram.

Sætar kartöflur
c.a. 150 gr af sætum á mann. Karftöflurnar eru afhýddar og skornar í bita. Settar í eldfast mót
ólífuolíu, salt og pipar stráð yfir. Bakað í ofni í c.a. 40 mín við 180°c

Mango Chutney
2 stk mango
1 dcl hvítvín
1 dcl rau ð vínsedik,
100 gr sykur
2 dl Manga Array Marinade frá Hot Spot
olífu olía
salt
pipar

Mango afhýtt og skorið í bita. Hitað í potti – olífuolíu og salt og pipar bætt út. Hvítvíni og rauðvínsediki bætt út í ásamt sykri og látið krauma í 10 mín. 2 dl af Hot Spot – Mango Array Marinade sósu bætt út í og látið krauma í 5 mín. Láti ð standa í 10 mín áður en borið fram.

Aspasinn er fyrst forsoðinn í nokkrar sekúndur í heitu vatni.
Vorlaukurinn er snyrtur og steiktur upp úr ósöltuðu smjöri.

Sætar kartöflur
c.a. 150 gr af sætum á mann. Karftöflunar eru afhýddar og skornar í bita. Settar í eldfast mót
ólífuolíu, salti og pipar stráð yfir. Bakað í ofni í c.a. 40 mín við 180 gr

Gæsabringur:
6 bringur
Brúnaðar á pönnu í ólífu olíu og ósöltuðu smjöri. Settar í forhitaðann ofn (180° blástur) í 5 mínútur. Síðan er pannan tekin út úr ofninum og látin bíða í 5 mínútur og aftur inn í ofninn í 5 mínútur og síðan látin bíða í 5 mínútur aftur áður en hún er framreidd.

Síðan eru allt sett snyrtilega á disk.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur