Verslun

Leikarahjónin Gunni Helga og Björk Jakobs

Forréttur –

Túnfisk Carpaccio

Fyrir 6

1 tsk raspaður engifer
3 msk laukur – smátt saxaður laukur
2 tsk Tom Yum sósa frá Hotspot
2 dl sojasósa frá Thai choise
1 msk sesamfræ ristuð
3 dl Olífuolía, Filippo Berio, Mild & Light
1 poki Ruccola Sallat.
30 gr ristaðar furuhnetur
600 gr túnfiskur
Salt
Pipar

Dressing:
Laukurinn er saxaður í litla bita og set t ur í skál ásamt engifer inu og olivuoliu. Tom Yom bætt út í ásamt sojasósu og hrært saman. Sesamfræjum bætt út í. Látið standa í klst áður en borið fram.

Sallatið er sett í skál. ólífu olían sett yfir sallatið og pipar og salti stráð yfir. Blandað saman.
Túnfiskurinn er skorinn í þunnar sneiðar og raðað á miðjan disk. Það er best að skera hann þegar hann er ennþá svolítið frosinn.
Dressingin er sett ofan á túnfiskinn og síðan er sallatinu bætt ofan á.
Furuhneturnar eru ristaðar á pönnu og stráð á diskinn í kringum túnfiskinn.

Eftirréttur –

Peruterta tatin
5 perur
Smjördeig til að þekja pönnuna
200 gr sykur
50 gr. Ósaltað smjör
1 egg

Byrjað er á að afhýða og kjarna perurnar og skera í báta
Sykurinn er brúnaður á pönnunni og smjörið er sett saman við eftir að sykurinn hefur orðið að karamellu. Perunum er raðað ofan á karmelluna í hring með mjórri endann að miðju.
Ofninn er forhitaður í 180°
Smjördegið er flatt út í þunnt lag nógu stórt til að ná yfir pönnuna. Það er síðan sett yfir í pönnuna og penslað yfir það með eggi.
Sett í ofn 20-30 mín.

Aðalréttur –

Gæsabringur með Mango Chutney og sveppasósu

Sveppasósa:
250 gr sveppir
3 dósir soð frá Úrvals
2 msk jarðaberjasulta
1 dl rjómi
1 dl rauðvín
Salt
Pipar
smjör

Sveppirnir eru brúnaðir í smjöri á potti. Soðinu er hellt yfir sveppina og látið sjóða varlega niður í 20 mín við við vægan hita.
2 matskeiðum af jarðaberjasultu bætt út í, ásamt 1 dl. af rjóma og 1 dl af rauðvíni.
Sósan er síðan smökkuð til og í lokin sett 2 tsk af ósöltuðu smjöri.

Marineraður rauðlaukur:
2 stk rauðlaukar
2 dl hindberjaedik frá Ridderheims
100 gr sykur
Olífu-olía

Rauðlaukurinn er skrældur, skorinn í báta og steiktur í Olifu olíu. Hindberjaedikinu er hellt yfir og hrært saman. Sykrinum og olífuolíunni bætt út í og látið krauma í 10 mín við vægan hita. Tekið af hellu og látið standa í 20 mín áður en borið fram.

Sætar kartöflur
c.a. 150 gr af sætum á mann. Karftöflurnar eru afhýddar og skornar í bita. Settar í eldfast mót
ólífuolíu, salt og pipar stráð yfir. Bakað í ofni í c.a. 40 mín við 180°c

Mango Chutney
2 stk mango
1 dcl hvítvín
1 dcl rau ð vínsedik,
100 gr sykur
2 dl Manga Array Marinade frá Hot Spot
olífu olía
salt
pipar

Mango afhýtt og skorið í bita. Hitað í potti – olífuolíu og salt og pipar bætt út. Hvítvíni og rauðvínsediki bætt út í ásamt sykri og látið krauma í 10 mín. 2 dl af Hot Spot – Mango Array Marinade sósu bætt út í og látið krauma í 5 mín. Láti ð standa í 10 mín áður en borið fram.

Aspasinn er fyrst forsoðinn í nokkrar sekúndur í heitu vatni.
Vorlaukurinn er snyrtur og steiktur upp úr ósöltuðu smjöri.

Sætar kartöflur
c.a. 150 gr af sætum á mann. Karftöflunar eru afhýddar og skornar í bita. Settar í eldfast mót
ólífuolíu, salti og pipar stráð yfir. Bakað í ofni í c.a. 40 mín við 180 gr

Gæsabringur:
6 bringur
Brúnaðar á pönnu í ólífu olíu og ósöltuðu smjöri. Settar í forhitaðann ofn (180° blástur) í 5 mínútur. Síðan er pannan tekin út úr ofninum og látin bíða í 5 mínútur og aftur inn í ofninn í 5 mínútur og síðan látin bíða í 5 mínútur aftur áður en hún er framreidd.

Síðan eru allt sett snyrtilega á disk.