Lystauki
Grillað brauð með túnfiski
1 snittubrauð
3 stórir túnfisk bitar
(200-300 g. Túnfiskur)
1 msk engifer
2 msk Sojasósa
Ólífuolía
Salt
Pipar
Skerið engifer í smáa bita og látið í skál. Hellið sojasósunni yfir og látið standa.
Brauðið skorið í meðal þykkar sneiðar og penslað með olíu. Grillið brauðið á grillinu.
Túnfisksteikurnar, penslaðar með ólífuolíu grillaðar í þykkum bitum á grillinu í 1 1/2 mínútu á hvorri hlið. Mikilvægt er að hreyfa fiskinn ekki á grillinu fyrstu 2 mínúturnar því annars festist hann við teinana. Kryddið með salti og pipar eftir smekk. Þegar túnfiskurinn er tilbúinn er hann skorinn í þunnar sneiðar og þær lagðar á brauðið. Penslið engiferinu og sojasósunni yfir og berið fram.
Forréttur
Parmaskinka í melónu, spínati og rúkola salati (ruccola)
1 poki Spínat
tvö knippi rúkola salat
1 meðalstór hunangsmelóna
1 meðalstór Cantlópa
Ítölsk parmaskinka
1 Shollot laukur
Takið stilkinn af spínatinu og leggið í skál. Drefið rúkola salatinu yfir. Skerið hunangsmelónuna og Cantalópuna í meðalstóra bita og leggið yfir salatið. . Blandið saman. Leggið parma skinkuna yfir salatið.
Dressing:
1 stk. Shallot laukur
2 msk Dijon hunangs sinnep,
3 msk Edik
300 ml. Filippo Berio Extra Virgin Ólífu olía
Salt
Pipar
Fersk steinselja
Blandið dijon sinnepinu og edikinu saman og hrærið ásamt shallot lauknum . Því næst er olíunni hrært út í í lítilli bunu. Bætið við vatni ef dressingin er of þykk. Kryddið eftir smekk og bætið við smátt saxaðri steinselju. Hellið yfir salatið rétt áður en það er borið fram.
Aðalréttur:
Grilluð stórlúða með mangó og gúrku salsa, salati og fylltum sveppum.
Suðrænt mangó og gúrku salsa:
1 Gúrka
2 mangóávextir vel þroskaðir
3 msk fljótandi hunang
2 tsk shallot edik
Salt
Pipar
Ferskt kóríander
Gúrkan er skorin í teninga. Steinninn er skorinn úr mangóávöxtunum, þeir afhý ddir og skornir í teninga. Hunangið og edikið hrært saman, salti og pipar bætt við og kóríander. Safanum er hellt yfir ávextina og látið standa í 30 mínútur áður en borið fram.
Sveppir með hvítlauks steinselju , smjöri og osti
12 kastaníusveppir
1 krukka hvítlauks steinselju smjör
1 ostur (t.d. höfðingi, camenbert..)
Stilkurinn er tekin úr sveppunum, hvítl.steinselju smjörið er borið í botninn. Osturinn er skorinn í mátulega stórar sneiðar eða teninga og lagður yfir. Sveppirnir eru grillaðir þar til osturinn er bráðnaður…
Grilluð stórlúða
1 kg . Stórlúða
Ólífuolía
Salt
Pipar
Stórlúðan er skorin í mátulega stórar steikur. Fiskurinn er penslaður með ólífuolíu. Hann settur á vel heitt grillið og grillaður í c.a. 4 mínútur á hvorri hlið . Saltið og piprið eftir smekk.
Ferskt salat:
1 haus lambhaga salat
1 haus Lollo Rosso Salat
1 askja mini tómatar
1 stk. Rauð paprika
1 stk. Græn paprika
Filippo Berio Extra Virgin Ólífu olía
Salt og pipar úr kvörn
Skerið salatið og og grænmetið eftir hentugleika dropið extra virgin olíunni yfir og kryddið eftir smekk með saltinu og piparnum