Verslun

Kræklinga uppskriftir

Thai kræklingur



Fyrir 4 pers
2 kg kræklingur
2 msk olía til steikingar
6 stk vorlaukur, fínt sneiddur
1 búnt kóríander, stilkar fint saxaðir og laufin tekin af
2 stk lemon grass, skorið í 4 bita
2 stk rauður chilli, fínt sneiddur
800 ml kókosmjólk
2 msk fish sauce( Tahi fiskisósa)
2 stk lime.


Aðferð:
1. Hendið öllum krækling sem er opin,eða sem lokar sér ekki við meðhöndlun. Skolið vel í köldu vatni (gæti verið sandur á skelinni).
2. Hitið pönnu og látið olíuna á pönnuna,setjið þá vorlaukinn,kóríander stilkana, lemon grass og megnið af chilli(geyma smá fyrir seinna)mýjið á pönnu í 4-5 mín.
3. Bætið þá kókosmjólkinni og fiskisósunni við og náið upp suðu
4. Þá fer kræklingurinn í pönnuna og lok sett á og látið sjóða í ca 5 mín. Takið kræklinginn úr sem er ekki opinn eftir suðu.
5. Þegar skelin er borinn fram þá, kreysta yfir hana lime safa og kóriander, ásamt chilli. Gott að hafa brauð með.


 


Kræklingur að hætti Ítala



Fyrir 4 pers.
2 kg kræklingur,hreinsaður
1 tsk chilli flögur
4 msk ólífu olía
2 tsk ferskur saxaður hvítlaukur
1 bolli hvítvín (má sleppa)
2 bollar kjúklingasoð(vatn og teningur)
1 bolli maukaðir niðursoðnir tómatar
Safi úr einni sítrónu
Salt og pipar
½ búnt söxuð steinselja
1. Hitið olíuna á pönnu og setjið hvítlaukinn og chilli flögurnar á pönnuna í ca 1-2 mín.
2. Þá fer kræklingurinn á pönnuna, á milli hita í ca 1 mínútu.
3. Þá fer hvítvínið saman við og látið sjóða niður um helming.
4. Kjúklingasoð,sítrónusafi og tómatmaukið fer þá næst saman við og kryddað með salti og pipar(passið saltið því skelin er sölt)
5. Eldið í 2-3 mín þar til kræklingurinn hefur opnað sig, hendið frá þeim sem opna sig ekki.
6. Berið fram og stráið sxaðri steinselju yfir, gott að hafa brauð


 

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur