Forréttur:
Aspas og ætiþyrslar með Hollandaise-sósu, tómötum og spínati.
24 stk. ferskur aspas
6 stk. ætiþyrslar
kjúklingasoð
Aspasinn er snyrtur til og soðinn í kjúklingasoði í ca. 10 mín.
Ætiþyrslarnir eru einnig snyrtir til og soðnir í kjúklingasoði í ca. 15 mín.
Hollandaise-sósa
6 stk. eggjarauður
500 gr. smjör
3 msk. Lemongrass frá Thai Choice
1 msk. ferskt engifer
2 msk. hindberjaedik
salt og pipar
Eggjarauðurnar eru þeyttar yfir vatnsbaði þar til þær eru orðnar vel gular og stífar. Smjörið er brætt og því varlega blandað saman við, þeytt vel á meðan. Því næst er Lemon grass, engifer og hindberja-edik blandað saman við og hrært vel í á meðan. Smakkað til með salti og pipar.
Tómatar
12 stk. Cherry tómatar
2 msk. púðursykur
2 msk. hindberja-edik
2 msk. olífu olía
Tómatarnir eru settir í eldfast mót. Púðursykri, ediki og ólívu olíu er blandað saman og helt yfir tómatana. Bakað í ca. 8 mín við 180°
Spínat
100 gr. spínat
30 gr. smjör
salt og pipar
Spínatið er snyrt með því að rífa stilkin af. Smjörið er brætt og spínatið sett útí. Kryddað með salti og pipar.
Uppsetning
Aspasinn og ætiþyrslarnir eru steiktir upp úr smjöri og kryddaðir með salti og pipar. Sett á diska. Hollandaise-sósan sett yfir og því næst tómatarnir og spínatið.
Með þessum rétti mælir Sævar, vínþjónn ársins 2003, með Turning Leaf Sauvignon Blanc frá E&J Gallo. Þetta er einfalt og aðgengilegt vín sem einkennist af grösugum og ferskum tónum.
Nautalundir að hætti Jónsa
(fyrir 6)
Sellerírót
600 gr. sellerírót
Olífu olía
salt og pipar
Sellerírótin er skræld og skorin í teninga. Síðan er hún steikt í olíunni þar til gullinbrún. Kryddað til með salti og pipar
Fennel
3 stk fennel
2 dl. Hot Spot Pacific Glaze
50 gr. sykur
salt og pipar
Fennelið er snyrt og skorið í sneiðar. Svitað á pönnu þar til mjúkt. Restin af hráefninu sett saman við.
Kartöflur
700 gr. kartöflur ( litlar íslenskar)
3 dl Hot Spot Wok Szechvan Style sósa
salt
olífu olía
Kartöflurnar eru skornar í fjóra báta hver og settar í eldfast mót með restinni af hráefnunum. Bakað í ofni í eina klukkustund við 180 C hita.
Sósa
2 stk. Charlott-laukar
2 stk. hvítlauksrif
1. grein Timjan
250 gr. villisveppir
3 dósir Úrvals nautasoð
50 gr. saltlaust smjör
Charlottlaukur, hvítlauskrif, Timjan og villisveppir er brúnað saman í potti. Soðinu er bætt útí og soðið niður um 1/3. Að lokum er smjörinu hrært útí fyrir notkun.
Naut
1,5 kg. nautalundir
salt og pipar
Philippo Berio ólífu olía
Nautalundirnar eru steiktar á pönnu og lokið sett yfir. Eldað í 1 klukkustund við 100° hita.
Charlottlaukur
12 stk. Charlottlaukar
3 stk. hvítlauksrif
2 dl. Philippo Berio Extra Virgin olífu olía
salt og pipar
álpappírsbútur
Álpappírsblaðið er lagt á borð. Allt hráefnið er sett í álpappírinn og lokað eins og umslagi. Sett inn í ofn í 30 mín við 180° hita.
Með nautalundunum mælir Sævar með Turning Leaf Carbernet Sauvignon frá E&J Gallo. Þetta vín er unnið úr dökkum berjum; sólber og skógarber – gefur milda tóna af amerískri eik og hefur gott jafnvægi.