Verslun

Jóhannes í Bónus og Guðrún


Plokkfiskur a la Jóhannes.

Plokkfiskur.


400 gr. þorskur roð og beinlaus
400 gr. saltfiskur. roð og beinlaus
200 gr. nætursöltuð ýsa, roð og beinlaus
600 gr. kartöflur með híði.

Lauksósa

1 dl. smjörbolla.
4 dl. rjómi
4 dl mjólk
1 bolli saxaður sharlottulaukur
½ bolli vorlaukur grófsaxaður
1 bolli basil.
Ólífuolía.
Salt og pipar til að smakka til.

Kartöflurnar eru skornar í tenninga og soðnar.
Fiskurinn er settur í saltað vatn og soðinn.
Sósa; Laukurinn er gljáður í ólífolíu.síðan er mjólkinni og rjómanum bætt saman við þegar súðan kemur upp er sósan þykkt með smjörbollu og látinn vera mjög þykk. Smakkað til með salti og vel af pipar basil set ssaman við í lokin.
Síðan er öllu blandað saman fiskurinn, kartöflurnar og sósan

Saffran Hollandais sósa

3 eggjarauður
300 gr smjör.
Sítróna
Saffran
Salt og pipar

Eggjarauðurnar eru stífþeyttar yfir vatnsbaði, síðan er bræddu smjörinu blandað saman við varlega. Smakkað til með sítrónu,saffrani, salti og pipar.


Graskersmauk

600 gr. grasker.
50 gr rjómi.
50 gr. smjör.
Salt og pipar.

Graskerið er skrælt og síðan soðið í blöndu af 50% vatni og 50% mjólk. Það er soðið þar til orðið mjög vel soðið. Síðan er vökvinn sigtaður af rjómanum blandað saman við graskerið á meðan það er maukað því næst er smjörinu blandað saman við. Kryddað til með salti og pipar.



Súkkulaði mousse á ljósum botni


3 stk. Egg
80 gr. Sykur
80 gr. Hveiti

Aðferð.
Eggin eru skilin í sundur og hvítan hrærð í marengs með sykrinum.
Rauðunum blandað saman við með sleif einni og einni í einu og að lokum er hveitinu bætt útí einnig með sleif.
Makað á bökunaplötu með smjörpappír á í litla hringi og bakað við 200°c í c.a. 4-5 mínútur.


Súkkulaði mousse

400 gr. 70% síríus súkkulaði
500 ml Rjómi
50 gr. Ósaltað smjör
2 stk. Egg

Aðferð.
Súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði með smjörinu. Þegar súkkulaðið er bráðið er eggjunum hrært útí hráum með sleif einu og einu í einu þar til þetta er vel blandað saman. Að lokum er þeyttum rjómanum bætt útí með sleif.

Mangósósa

100 gr sykur
100 ml.Vatn
1 stk. Mangó

Aðferð.
Sykursíróð gert úr vatninu og sykrinum og kælt. Mangóið skrælt og steinninn tekin úr.
Síðan er mangóið maukað í matvinnsluvél og sykur sírópinu skellt útí og til verður æðisleg mangósósa.