Verslun

Í heimsókn hjá þingkonunni Katrínu Júlíusdóttir

Aðalréttur
6 stk. kjúklingabringur

Kjúklingabringurnar steiktar á pönnu.

Bankabygg
300 gr. Bankabygg
600 ml. Vatn
Salt
1 dl. Filippo Berio extra virgin ólífu olía

Aðferð:
Sjóðið eins og hrísgrjón, kælið og steikið svo létt í olíunni.

Rótargrænmeti
1 stk. Rauðrófa
1 stk. Selleryrót
3 stk. Gulrætur
Filippo Berio Extra virgin ólífu olía
timian
salt pipar

Aðferð:
Rótargrænmetið er afhýtt og skorið í teninga. Setjið ólífu olíuna á pönnu og steikið grænmetið í c.a. 10-15 mínútur kryddið til með saltinu piparnum og timianinu.

Appelsínusósa
Kjúklingakraftur
Mjólk 4dl.
Rjómi 2dl.
Appelsínu egils ½ dl
Börkur af einni
Ósaltað smjör

Aðferð:
Öllu blandað saman í pott nema berkinum og smjörinu. Soðið í smá tíma og að lokum er smjerinu og berkinum hrært útí.

Desert
Fyrir 6

Smjördeig

Smjördeigið er skorið í jafna ferninga eða stungið út með útstungujárni og síðan gatað vel með gafli. Síðan er smördegið sett á bökunnarplötu og önnur alveg eins sett ofan á til að fyrirbyggja að sjördegið lyfti sér og verður þetta þá eins og kex þynna.

Ávextir

4 stk. ferskar fíkjur
Jarðaber
Bláber
Hindiber
Brómber
Eða bara sá ávöxtur sem manni finnst bestur

Ávextirnir eru skornir í hæfilega bita.

Sabayon sósa

2 stk. Egg
3 stk. Eggjarauður
75 gr. Sykur
3 msk. Hvítvín

Aðferð:
Eggjunum, hvítvíninu og sykrinum hrært saman sett yfir hitabað án þess að snerta vatnsflötinn eða bullsjóða!
Hrærið hraustlega í þangað til sósan freyðir og þykknar þá er hún tekin af og hrært áfram í þar til hún kólnar aðeins.

Samsetning:

Smjördeigið sett á disk og ávöstunum raðað á síðan er Sabayon sósan sett á toppinn