1. þáttur sumargrill / Georg Ottósson og Guðbjörg Runólfsdóttir
(allar uppskriftir eru fyrir 6 manns)
Heilgrillaður kryddkjúklingur
2 stk kjúklingur (ófrosinn)
1 bunkt fersk steinselja
1 bunkt ferskt timjan
1 bunkt ferskt rucola
1 bunkt ferskt rósmarin
5 msk Ólífuolía
Marinering á kjúklinginn
3 msk Sæt chili sósa frá Hot Spot (Thai sweet chilli)
3 msk Ólífuolía
Sjávarsalt eftir smekk
1. Skerið fersku kryddjurtirnar niður og setið í skál. (Gott er að taka rósmarinið af stönglinum). Hellið ólífuolíunni yfir og blandið vel saman.
2. Blandið sætu chili sósunni og ólífuolíunni saman ásamt smávegis af salti (eftir smekk). Penslið eða veltið kjúklingnum upp úr marineringunni áður en hann er settur á grillið.
3. Passið að grillið sé vel heitt. Setjið kjúklinginn á grillið á smástund á hvorri hlið, varist að brenna hann ekki. Ef um tveggja brennara gasgrill er að ræða slökkvið undir öðrum brennaranum og hafið kjúklinginn þeim megin í ca. klukkustund. Þannig grillast kjúklingurinn hægt og rólega, og hann verður mjög safaríkur.
Grillkofa lax
1.2 kg Lax (beinhreinsaður með roði)
80 ml chili olía (ólífuolía með chilibragði)
4 stk límónur
1/2 bunkt ferskt kóríander
1 stk mildur chili
1 tsk fersk t engifer
sjávarsalt eftir smekk
1. Setið allt hráefnið (nema laxinn) saman í skál. Kreistið límónurnar, saxið kóríanderinn, chili og engifer. Bætið síðan chili olíunni saman við.
2. Penslið þessari marineringu á laxinn áður en hann er settur á grillið.
3. Grillið með roðið niður í ca. 8 mínútur.
Dýrindis sumarsósa með laxinum
3 litlar dósir hrein óskajógúrt
1 bunkt ferskur graslaukur
50 gr fersk piparró t (niðurrifinn)
sjávarsalt eftir smekk
Grillaður hvítlaukur
hvítlaukur
basillauf
pestókryddsmjör
1. Setjið hvítlauksrifin, hvert og eitt, í álpappír. Setjið basillaufið undir hvítlauksrifið og klípu af pestkryddsmjörinu ofan á.
2. Lokið álpappírnum og setið á grillið í 15 mínútur.
Grillaðir tómatar með Gullgráðaosti
6 stk tómatar
6 stk svartar ólífur
1 askja Gullgráðaostur
1. Skerið tómatana í tvennt og hreinsið kjarnan innan úr þeim.
2. Setjið klípu af Gullgráðaostinum ofan í hvern tómat ásamt einni saxaðri ólífu
3. Grillið í 10 mínútur.
Íslenskt sumarsalat
1 stk kínakál s haus
4 stk tómatar
2 stk papríkur
1 krukka íslenskur fetaostur í kryddolíu
2 stk gulrætur
1/2 stk gúrka
1. Saxið niður kínakálið, tómatana, papríkurnar, gúrkurnar og gulræturnar. Setjið í skál.
2. Hellið fetaostinum úr krukkunni yfir ásamt kryddolíunni.
Kartöflur a la Guðbjörg
1.5 2 kg íslenskar kartöflur
ólífuolía og sjávarsalt eftir smekk
1. Byrjið á að skera kartöflurnar í tvennt (með hýðinu), eftir endilöngu. Skerið síðan rastir í kúpta hluta hennar.
2. Penslið létt yfir með ólífuolíu og stráið að lokum saltinu yfir.
3. Setjið í ofn í eina og hálfa klukkustund við 180°C hita eða á grillið í ca. 45 – 50 mínutur (fer eftir stærð kartaflanna).
Flúðabruchetta a la Guðbjörg
6 stk. tómatar
1/2 1 stk hótellaukur
2 stk hvítlauksrif
hvítur pipar og salt eftir smekk
snittubrauð (eða annað brauð eftir smekk)
1. Byrjið á að rista brauðið, annað hvort á grillinu eða í brauðrist.
2. Hvítlauksrifjunum er nuddað á ristaða brauðið.
3. S a xið niður tómatana og hótellaukinn smátt, bl a nd ið saman, kryddið með saltinu og piparnum, og setj ið ofan á brauðið.
Ómótstæðileg silfur jarðarber
4 öskjur íslensk silfurjarðarber
maple síróp eftir smekk
grandsalatblöð
1. Takið laufin af jarðarberjunum. Setjið grandsalatblöðin í botninn og hliðarnar á fallegri skál, jarðarberin eru sett þar ofan á.
2. Maple sírópi er hellt yfir eftir smekk.