Verslun

Hinir frábæru ljósmyndarar Leifur og Sissa

Heima er bezt – 10. þáttur, Leifur Rögnvaldsson & Sissa

Uppskriftir að smokkfiskasalati og þorski í “brúnni” sósu:

(Miðað við 6-8 manns.)

Smokkfiskasalat:

  

6 meðalstórir tómatar, grófsaxaðir
3 smokkfiskar, sneiddir í ca 3cm teninga og snöggsteiktir
4 hvítlauksrif, pressuð
safi úr 1-2 lime ávöxtum
1-2 chili, finhakkað
1 dl Filippo Berio extravirgin ólífuolía
fiskikraftur
svartur pipar
1 tsk reyrsykur
ferskt koríander, grófskorið
nokkur blöð af fersku timiani (má sleppa).

 

Aðferð:
Smokkfiskurinn er hreinsaður og skorinn upp svo að hann myndi ferning, síðan er skorið grunt í hann í litla ferninga og svor er hann skorinn í litla bita (c.a. 3×3 cm) þannig að þegar hann er steiktur kurlist hann upp og þá sér maður litla teninga utan á. Þegar smokkfiskurinn er steiktur þá er pannan hituð mjög vel og smokkfikurinn steiktur við háann hita svo að hann brúnist vel, því næst kældur. Gætið þess að steikja hann mjög stutt annars getur hann orðið seigur.

Tómat salatið
Allt annað í uppskriftinni er saxað niður en gætið þess að hafa chiliið fínsaxað. Þessu er síðan blandað saman við smokkfiskinn.

þorskur í brúnni sósu með pólentu og grillaðri papriku:

 

Sósa:
1 vænn hvítlaukur eða 2-3 rif af risahvítlauk, sneiddur
2-3 dl Filippo Berio extravirgin ólífuolía
1 dl Filippo Berio balsamic vínedik
fiskikraftur
1-2 msk reyrsykur
Wasabi
Aðferð:
Afhýðið hvítlaukinn og skerið í 2 mm þykkar sneiðar. Hitið olíuna í c.a. 160°c og djúpsteikið hvítlaukinn þar til hann er gullinn brúnn takið þá uppúr og setjið á eldhúspappír. Látið olíuna kólna niður fyrir 80°c og setjið þá balsamic edikið út í og hrærið vel. Látið svo restina af hráefninu útí og hitið upp að suðu. Bætið slurk af olíu áður en sósan er borin fram þá þyknar hún aðeins.

Ath! Passið að hella ekki balsamik í olíuna fyrr en hún hefur kólnað.

Pólenta:
250 gr.Pólenta / majsgrjón
750 gr. Vatn
Chlili, fínskorið
Salt
smjör
Aðferð:
Setjið allt nema pólentuna saman í pott (skerið chiliið mjög fínt).
Þegar suðan er komin upp setjið þá pólentuna útí, takið pottinn af hellunni og hrærið þangað til þetta er orðið mjög samlagað.
Setjið smjörpappír á sléttan flöt, hellið deginu yfir og hafið það c.a. 2 cm þykkt, kælið í ísskáp. Þegar pólentan hefur stífnað stingið þá út í það form sem hentar og steikið í smjöri og olíu blöndu þar til gullinbrúnt.

Rauð paprika, grilluð
Fjórar hliðar skornar af paprikunni, settar á ofnplötu og Filippo Berio extra virgin ólífu olía drussað yfir og saltað með sjávarsalti.
Sett inní forhitaðan ofn sem er stilltur á grill í c.a. 5-10 mínútur.

150 gr þorskhnakki með roði pr mann
Þorskurinn er steiktur einungið á roðinu og saltað og piprað með svörtum pipar.

ferskt koríander

Uppsetning:
Pólentan sett neðst, síðan þorkurinn því næst kemur parikan.
Sósan er sett í hring og djúpsteikta hvítlauknum og kórinaderinu er raðan í sósuna 3 stk. af hverju.

Súkkulaðimúss með berjum.

150 gr súkkulaðI (70 % cacao)
150 gr smjör
150 gr reyrsykur
3 egg
3/4 bolli hveiti

Súkkulaðið er brætt ásamt smjörinu yfir vatnsbaði. Eggin, sykurinn og hveitið er hrært saman, því næst er þessu blandað varlega saman við súkkulaði og smjörið. Þessu er síðan hellt í bolla og bakað við 180°c í ca 8 mín.
Borið fram heitt með ferskum berjum, myntu og þeyttum rjóma.