Verslun

Herbert Guðmundsson Poppari og ísbúðareigandi

Rækjuhrísgrjón

fyrir 6

100 gr. rækjur
400 gr. Tilda Basmati grjón
3 egg
1/2 rauð papríka
100gr. kúrbítur (zucchini)
80 gr. laukur
80 gr. blaðlaukur (púrrulaukur)
Olía til steikingar

Skolið hrísgrjónin vel upp úr köldu vatni og setjið í pott. Látið nokkra dropa af olíu út í vatnið.

Látið suðuna koma upp á hrísgrjónunum, lækkið síðan hitann og lofið þeim að krauma í u.þ.b. 15 mín. Hrærið í þeim af og til.

Setjið olíu á wok pönnu, lofið henni að hitna og setjið síðan rækjurnar út í u.þ.b. 1 mínútu. Takið þær síðan af pönnunni og setjið til hliðar í skál.

Hrærið eggin þrjú saman með písk eða gaffli.

Setið olíu á pönnuna, lofið að hitna aðeins áður en eggjahræran er sett út í. Hrærið í með sleif á meðan eggin eru að stífna. Þegar eggin eru tilbúin takið þau af pönnunni og setjið til hliðar í skál.

Saxið rauðu papríkuna, kúrbítinn, laukinn og blaðlaukinn.

Setjið hrísgrjónin í wokpönnuna ásamt rækjunum og eggjunum. Bætið við paprikunni, kúrbítnum, lauknum og blaðlauknum.

Hrærið vel saman í u.þ.b. 3 mínútur áður en þið berið réttinn fram.

*********************

Nautakjöt í kínafíling

fyrir 6

900 gr. nautakjöt
100 gr. litlar gulrætur
100 gr. snjóbaunir
1 rauð papríka
100 gr. blaðlaukur (púrrulaukur)
100 gr. brokkolí
1 græn papríka
100 gr. rauðlaukur
100 gr. laukur
100 gr. spínat
1 grænt epli
1 dl. kókosmjólk
1 tsk. engifer
1/2 tsk. fersk chili
100 gr. kúrbítur
4 babycorn
3 msk. karrí paste
Ólífuolía til steikingar
Valhnetuolía eftir smekk í marineringuna (ekki nauðsynleg)
Sojasósa eftir smekk

Skerið nautakjötið í strimla.

Marinerið nautakjötið með karrí pastinu ásamt niðursöxuðu chiliinu og engiferinu. Einnig er gott að setja smávegis af ólífuolíu, valhnetuolíu og smá sojasósu út í marineringuna.

Saxið því næst grænmetið niður.

Setjið nautakjötið á wok pönnu og byrjið að steikja það.

Bætið grænmetinu síðan koll af kolli við, setjið það grænmeti síðast út í sem þar minnstu steikinguna.

Berið réttinn strax fram þegar hann er tilbúinn.

  

*********************

Lamb alla visintiss

fyrir 6

900 gr. lambakjöt

100 gr. rauð papríka

100 gr. snjóbaunir

100 gr. laukur

100 gr. gulrætur

100 gr. spínat

80 gr. baunaspírur

Handfylli kasjúhnetur

1 flaska ostrusósa

Olía til steikingar

Skerið lambakjötið í hæfilega stóra bita til steikingar.

Skerið grænmetið niður í hæfilega stóra bita.

Setjið olíuna á wok pönnuna og byrjið að steikja lambakjötið.

Bætið síðan grænmetinu út í og lofið því aðeins í mýkjast.

Setjið spínatið síðast út í.

Hellið að lokum ostrusósunni yfir.

*********************

Ís og kókósbollubomba Herberts

fyrir 6

1 lítri mjúkís úr ísvél
4 Kókosbollur
2 pelar rjóma
Súkkulaðisósa eftir smekk

Þeytið rjómann.

Myljið kókosbollurnar út í rjómann og hrærið varlega saman.

Setjið ísinn á disk og bætið kókos/rjómablöndunni ofan á.

Hellið súkkulaðisósunni yfir eftir smekk rétt áður en þið berið ísinn fram.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur