Verslun

Herbert Guðmundsson Poppari og ísbúðareigandi

Rækjuhrísgrjón

fyrir 6

100 gr. rækjur
400 gr. Tilda Basmati grjón
3 egg
1/2 rauð papríka
100gr. kúrbítur (zucchini)
80 gr. laukur
80 gr. blaðlaukur (púrrulaukur)
Olía til steikingar

Skolið hrísgrjónin vel upp úr köldu vatni og setjið í pott. Látið nokkra dropa af olíu út í vatnið.

Látið suðuna koma upp á hrísgrjónunum, lækkið síðan hitann og lofið þeim að krauma í u.þ.b. 15 mín. Hrærið í þeim af og til.

Setjið olíu á wok pönnu, lofið henni að hitna og setjið síðan rækjurnar út í u.þ.b. 1 mínútu. Takið þær síðan af pönnunni og setjið til hliðar í skál.

Hrærið eggin þrjú saman með písk eða gaffli.

Setið olíu á pönnuna, lofið að hitna aðeins áður en eggjahræran er sett út í. Hrærið í með sleif á meðan eggin eru að stífna. Þegar eggin eru tilbúin takið þau af pönnunni og setjið til hliðar í skál.

Saxið rauðu papríkuna, kúrbítinn, laukinn og blaðlaukinn.

Setjið hrísgrjónin í wokpönnuna ásamt rækjunum og eggjunum. Bætið við paprikunni, kúrbítnum, lauknum og blaðlauknum.

Hrærið vel saman í u.þ.b. 3 mínútur áður en þið berið réttinn fram.

*********************

Nautakjöt í kínafíling

fyrir 6

900 gr. nautakjöt
100 gr. litlar gulrætur
100 gr. snjóbaunir
1 rauð papríka
100 gr. blaðlaukur (púrrulaukur)
100 gr. brokkolí
1 græn papríka
100 gr. rauðlaukur
100 gr. laukur
100 gr. spínat
1 grænt epli
1 dl. kókosmjólk
1 tsk. engifer
1/2 tsk. fersk chili
100 gr. kúrbítur
4 babycorn
3 msk. karrí paste
Ólífuolía til steikingar
Valhnetuolía eftir smekk í marineringuna (ekki nauðsynleg)
Sojasósa eftir smekk

Skerið nautakjötið í strimla.

Marinerið nautakjötið með karrí pastinu ásamt niðursöxuðu chiliinu og engiferinu. Einnig er gott að setja smávegis af ólífuolíu, valhnetuolíu og smá sojasósu út í marineringuna.

Saxið því næst grænmetið niður.

Setjið nautakjötið á wok pönnu og byrjið að steikja það.

Bætið grænmetinu síðan koll af kolli við, setjið það grænmeti síðast út í sem þar minnstu steikinguna.

Berið réttinn strax fram þegar hann er tilbúinn.

  

*********************

Lamb alla visintiss

fyrir 6

900 gr. lambakjöt

100 gr. rauð papríka

100 gr. snjóbaunir

100 gr. laukur

100 gr. gulrætur

100 gr. spínat

80 gr. baunaspírur

Handfylli kasjúhnetur

1 flaska ostrusósa

Olía til steikingar

Skerið lambakjötið í hæfilega stóra bita til steikingar.

Skerið grænmetið niður í hæfilega stóra bita.

Setjið olíuna á wok pönnuna og byrjið að steikja lambakjötið.

Bætið síðan grænmetinu út í og lofið því aðeins í mýkjast.

Setjið spínatið síðast út í.

Hellið að lokum ostrusósunni yfir.

*********************

Ís og kókósbollubomba Herberts

fyrir 6

1 lítri mjúkís úr ísvél
4 Kókosbollur
2 pelar rjóma
Súkkulaðisósa eftir smekk

Þeytið rjómann.

Myljið kókosbollurnar út í rjómann og hrærið varlega saman.

Setjið ísinn á disk og bætið kókos/rjómablöndunni ofan á.

Hellið súkkulaðisósunni yfir eftir smekk rétt áður en þið berið ísinn fram.