Verslun

Hera Hjartardóttir Söngkona

Lambaskankar

Fyrir 6

6 stk. Vænir lambaskankar
6 stk. Tómatar
2 stk. Laukar
2 stk. Rauðlaukar
1 stk. Rauð paprika
1 stk. Sukini
5 stk. Gulrætur meðalstórar
5 stk. Hvítlauksgeirar
2 box Lambakraftur frá Úrvals-vörum
Salt og pipar
Filippo Berio ólífu olía

Aðferð:
Steikið lambaskankana í stórri pönnu í olíunni og brúnið vel. Kryddið með salti og pipar.
Á meðan lambið er að brúnast skerið þá niður grænmetið og þegar lambið er að verða nógu vel brúnað látið þá 1/3 af grænmetinu út á og brúnið aðeins með. Þegar þetta er búið hellið þá soðinu yfir og látið pönnuna inní ofn í rúma klukkustund. Ef þið eigið ekki nógu stóra pönnu þá er bara að brúna þetta á minni pönnu setja svo yfir í ofnskúffu eða pott. Síðan er restin af grænmetinu léttsteikt á pönnu og kryddað með salti og pipar. Sósan er gerð úr því sem er eftir í pönnunni þegar búið er að elda skankana þá er það soðið niður og kryddað til með salti og pipar ef þarf.

Kartöflumús:
800 gr. Fallegar kartöflur með híði
2 tsk. Wasabi Paste
200 gr. Smjör
Salt og pipar

Aðferð:
Sjóðið kartöflurnar. Þegar þær eru tilbúnar þá eru þær EKKI skrældar heldur bara hrærðar með gaffli þangað til þær eru komnar í mauk en samt svolítið kekkjóttar.
Þá er Wasabi paste-inu hrært út í ásamt smjörinu og kryddað til með salti og pipar.

Uppáhaldskaka Heru

Kakan

1 1/2 bolli Hveiti
1 tsk Lyftiduft
1/3 bolli Muldar möndlur
40 gr Birkifræ (blá eða svört)
185 gr. Smjör
2/3 bolli Sykur
1/4 bolli Appelsínu- eða apríkósusulta
2 – 3 tsk Appelsínuberki
1/3 bolli Appelsínudjús
3 stk Egg

1.Hitið ofninn í 180 gráður og smyrjð formið.
2.Setjið hveitið, möndlurnar og birkifræin saman í skál. Gerið “brunn” á botni
skálarinnar. (Sigtið hveitið). Athugið að mylja möndlurnar mjög smátt, eða
nánast í duftform.
3.Síðan er smjörið, sultan, appelsínubörkurinn, appelsínudjúsinn og sykurinn sett
saman í pott og látið bráðna saman.
4.Blandið síðan öllum saman hægt og rólega í hrærivél. Bætið eggjunum í einu og einu á
meðan þið hrærið.
5.Sett í formið og síðan í ofn í 50 – 60 mín. (Ath! Bökunartíminn getur aðeins breyst eftir
stærð formsins).

Kremið

100 gr. Smjör
100 gr. Rjómaostur
1 bolli Flórsykur (sigtaður)
1 – 2 tsk Vanilludropar eða sítrónusafi

1.þeytið saman í hrærivél smjörið og rjómaostinn.
2.Bætið flórsykrinum og vanilludropunum saman við þangað til kremið er orðið þykkt og
girnilegt.
3.Athugið að kæla kökuna áður en kremið er sett á.

Kókósís

4 egg
1/2 lítri Rjómi
1 Kókoshneta (má einnig nota kókosmassa, c.a. 2-3 msk)
200gr Sykur

1.Eggin og sykurinn eru þeytt þar til þau eru orðin létt og “fluffy”, ca. 10 mín.
2.því næst er rjóminn þeyttur sér.
3.Rjómanum og eggjunum er því næst blandað saman með sleif.
4.Kókoshnetan er brotin í tvennt og safanum blandað saman við blönduna með
sleif. Gott er að taka hluta af kókosaldinkjötinu, fínsaxa það og setja saman
við blönduna.
5.því næst er ísinn settur í form og frystur í ca. 6 klst.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur