Forréttur
Folaldafillet a la Diddú
660 gr Folaldafillet
1 flaska Rauðvín (eða rauðvínið þarf að fljóta yfir kjötið í pottinum)
1 væn grein Rósmarín
1 væn grein Oregano
1 stk Rauðlaukur
Balsamik edik (eftir smekk)
Hvítar baunir í Antipasti-krukku frá Sacla (mixed beans, Antipasto)
Graskerafræolía (sett yfir að lokum) (hægt er notað extra virgin ólífuolíu ef
hin fæst ekki)
1. Látið folaldafilletið í pott ásamt rauðvínínu, fersku rósmarín og
oregano.
2. Látið suðuna koma upp. Slökkvið síðan á og takið pottinn af
hellunni. Látið kólna yfir nótt í soðinu.
3. Þegar kjötið er orðið kalt þá er það skorið mjög þunnt. Sneiðunum
er raðað fallega á fat, eitt lag af sneiðum.
4. Hrái rauðlaukurinn er skorinn niður.
5. Þar næst er lauknum raðað ofan á og því næst eru antipastibaunirnar
settar yfir ásamt smávegis af sveppunum sem einnig eru í
krukkunni.
6. Saldið eilítilli balsamic edik yfir ásamt graskerafræolíunni
7. Síðan er þetta endurtekið nokkrum sinnum (líkt og verið sé að gera
lasagna).
Borið fram með brauði.
Sjávarréttasæla með saffron pasta
4 rauðar chili (þurrkaðar, fá nota ferskan líka)
2 Fennellaukar
4 hvítlauksrif (skorin í tvennt)
1 hvítlauksrif (kreist)
8 Vorlaukar
2 bollar Hvítvín
250 gr. Humar
250 gr. Rækjur
Ólífuólía eftir smekk
Sjávarsalt og pipar
1. Setjið ólífuolíu á pönnu og hitið.
2. Setjið chili stönglanna á pönnuna.
3. Því næst niðurskorna fennelinn.
4. Hvítlauksrifin eru skorin í tvennt og sett á pönnuna.
5. Kreistið síðan hin hvítlauksrifin yfir.
6. Vorlaukurinn er snyrtur og stönglarnir settir heilir út í.
7. Hvítvíninu er bætt saman við.
8. Þegar suðan er komin upp og grænmetið orðið rétt mjúkt er
humarnum bætt saman við og síðan rækjunum.
9. Notið salt og pipar eftir smekk.
300 gr Saffron pastað (frá Rustichella d´a Abruzzo) er soðið samkvæmt
upplýsingum á pakka.
Pesto pasta
300 gr Casa reccia pasta (frá Rustichella d´a Abruzzo)
Pesto
2 lúkur Fersk Basilíka
1 bolli Extra virgin ólífuolía
1 lúka Furuhnetur
2-3 rif Hvítlaukur (eftir smekk)
Gróft matarsalt og pipar eftir smekk
1. Fersku basilblöðin eru sett í matvinnsluvél ásamt furuhnetunum,
hvítlauknum og ólífuolíunni. Best er að setja furuhneturnar síðast.
Maukað vel.
2. Smakkið til með grófu salti.
3. Pastað er sett ofan í sjóðandi heitt vatn, athugið leiðbeiningar á
pakka varðandi suðutíma.
4. Vatnið er tekið af pastanum þegar það er soðIð og pestoinu þá
blandað saman við.
5. Berið fram rjúkandi heitt með rifnum ferskum parmesan osti ofan á.
Salat
2 bollar Rucola salat
1 bolli Spínat
1 stk. Avocado
1 stk Papríka (rauð)
1/2 bolli Brokkolí
1/2 bolli Litlar mozzarella kúlur
2 stk Tómatar
1/2 bolli Kirsuberjatómatar
2 stk Gulrætur (meðalstórar)
2 stk Límónur
2 msk Ristaðar möndlur
Valhnetuolíu
1. Setjið rucola salatið á fallegt fat ásamt spínatinum.
2. Papríkurnar eru sneiddar niður, einnig tómatarnir og avocadoið.
Avocadóið er sett í limonusafa svo að það verði ekki brunt.
3. Gulræturnar eru einnig sneiddar niður (langsum) í mjög þunnar
sneiðar.
4. Setjið síðan mozzarellakúlurnar yfir ásamt avocadoinu.
5. Hitið möndlurnar aðeins í ofni smástund.
6. Stráið ristuðu möndlunum yfir og saldri valhnetuolíunni yfir að
lokum.
Eftirréttur
Íslenskar pönnukökur með Amaretto mascarpone fyllingu
Smjörpönnukökur (eftir eigin uppskrift án lyftidufts)
1 askja Mascarpone ostur
1 peli Rjómi
2 tsk. Lavander hunang
Ristaðar möndluflögur til skrauts
150 ml Amaretto líkjör
1. Bakið pönnukökurnar og lofið þeim að kólna.
2. Þeytið rjómann. Mascarpone ostinum er hrært saman við lavander
hunangið ásamt matskeið af Amaretto líkjörnum. Þeytti rjóminn er
síðan hrærður varlega saman við með sleikju.
3. Setjið blönduna á pönnukökurnar. Lokið pönnukökunni og setjið
nokkra dropa af Amaretto yfir. Stráið að lokum ristuðu
möndluflögunum yfir skrauts.