Verslun

Guðjón Bergmann og Jóhanna Bóel

Brauðbollur úr grófu speltmjöli

 
(Guðjón og Jóhanna notuðu uppskrift úr bókinni Rétt matreiðsla fyrir þinn blóðflokk)

1 1/2 bolli volgt vatn
1/4 bolli sojaduft
1/3 bolli ólífuolía
1 1/2 tesk. salt
1 matsk. hrásykur
2 matsk.þurrger
3 bollar sigtað speltmjöl
2 bollar gróft speltmjöl
1 egg þeytt með 1 matsk. af vatni
sesamfræ
Hnoðið saman í skál og látið lyfta sér tvisvar, fyrst í 45-55 mín og síðan í 45 mín.
Bakið í 20 mín við 220°c.

Rótargrænmeti með kókosmjólk og engifer

Rótargrænmeti að eigin vali
Engifer
Kókosmjólk
Saxið rótargrænmetið í hæfilega stóra bita. Því næst er engifer rifinn og settur á pönnu með olíu. Steikið grænmetið þar til það hefur fengið fallegan lit. Bætið við hálfum lítra af kókosmjólk og tveimur teskeiðum af Garam Masala.

Ávextir í hungangssósu

 

3 matsk. gott hunang
2 matsk. nýpressaður sítrónusafi
rifinn börkur af 1/2 sítrónu
300 gr þurrkaðar gráfíkjur lífrænt ræktaðar
2 perur frekar stórar
150-200 gr græn vínber

Setjið ávextina saman í skál. Blandið hunanginu, sítrónusafanum og rifna sítrónuberkinum saman í aðra skál og hellið svo yfir ávextina. Berið fram með þeyttum jurtarjóma

   

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur