Verslun

Grilluð keila í creola marineringu


Keilan er mjög stífur fiskur og heldur sér vel við grillun.

Fyrir fjóra


1 kg. Roð og beinlaus keila
½ tsk. Karríduft
½ tsk Paprikuduft
½ tsk Hvítlauksduft
¼ tsk Þurrkað chili
3 dl. Filippo Berio Light ólífuolía
Salt
Aðferð:

Blandið saman öllum þurrefnunum og hrærið, setjið síðan olíuna útí.
Skerið keiluna í hæfilega stór stykki c.a. 200-250 gr. og leggið hana í marineringuna. Látið hana liggja í c.a. 10 mínútur í marineringunni, á meðan er gott að hita grillið mjög vel. Hafið grillið í botni meðan grillað er. Þegar búið er að setja keiluna á grillið þá á ekki að hreifa við henni í nokkrar mínútur á meðan fiskurinn er að brenna sig frá grillinu. Grillið í c.a. 5 mínútur á hvorri hlið.
Gott er að hafa með þessu bökunnar kartöflur skornar í tvennt og grillaðar á sárinu, ásamt fersku salati.
.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur