Sushi fyrir 6
2 pakkar sushi hrísgrjón
2 pakkar nori blöð (grænn þari)
Wasabi (hægt er að fá tilbúið wasabi í túpu eða duftformi sem blandað er saman við vatn
Sojasósa
Sushi engifer (fæst í krukku)
Það sjávarfang og grænmeti sem hugurinn girnist, t.d.
Túnfiskur
Lúða
Lax
Risarækja, þrædd upp á teina og soðin í smá stund (má líka vera hrá)
Púrrulaukur
Agúrka
Lárpera
Gulrætur
Sushimottur (til þess að rúlla upp)
Japanskt hrísgrjónaedik
1 lítri hrísgrjónaedik
700 gr sykur
225 gr salt
Hrísgrjónaediki, sykri og salti er blandað saman og látið liggja í minnst 4 klukkustundir. Það er nóg að nota rúmlega 300 ml af blöndunni fyrir einn pakka af hrísgrjónum. Blöndunni er blandað saman við hrísgrjónin þegar þau hafa kólnað. Passið að hrísgrjónin verði ekki of blaut.
Þegar hrísgrjónin eru tilbúin og búið er að blanda hrísgrjónaedikinu saman við er ekkert annað eftir en að raða hrísgrjónum á nori blöðin ásamt meðlætinu og rúlla blöðunum upp. Einnig er hægt að búa til sushi bita sem eru þá ekki með þaranum. Þetta er svo borið fram með engiferi, sojasósu og wasabi. Wasabi er blandað í sosjasósuna – best að prófa sig varlega áfram því það er mjög sterkt. Bitunum er svo dýft í sósuna og gott er að fá sér engifer á milli til að hreinsa bragðlaukana.
*******************************
Exótískt ávaxtasalat með mintujógúrtsósu
2 ástríðuávextir
1 ananas
1 mangó
1/2 Cantaloupe melóna
2 blóðappelsínur (eða venjulegar ef blóðappelsínur eru ekki til)
1 lítil dós hrein jógúrt
1 búnt mynta
Afhýðið ávextina og skerið í jafna, fallega bita. Setið saman í skál. Mintan er grófsöxuð og sett saman við jógúrtina. Látið standa í kæli í eina klukkustund áður en sósunni er hellt yfir salatið og það er borið fram.