Verslun

Edda Björgvins leikkona með meiru


Heitt tómatsalat
(forréttur)
fyrir 6
8 tómatar
1/2 box kirsuberjatómatar
10 sólþurrkaðir tómatar
1 fennel
2 shallot laukar
2-3 hvítlauksrif
4 vorlaukar
Handfylli af strengjabaunum
Handfylli af ferskri flatblaðssteinselju
Handfylli af ferskum kóríander blöðum
8 blöð af ferskum basil blöðum
1 poki af tilbúnu Alabama salat
Salt og svartur pipar eftir smekkByrjið á því að skera tómatana í fernt og taka kjarnann úr. Skerið síðan tómatbátana í teninga. Skerið kirsuberjatómatana í helminga. Skerið shallotlaukinn í litla teninga. Skerið fennelið í ræmur, sneiðið vorlaukinn í u.þ.b. 2 cm bita. Sneiðið einnig hvítlaukinn.Steikið hvítlaukinn og laukinn því næst saman á pönnu, bætið svo fennelinu út í. Bætið því næst strengjabaununum við ásamt vorlauknum. Setjið að lokum tómatana, kirsuberja- og sólþurrkuðu tómatana ásamt söxuðum kryddjurtunum út í og hrærið. Setjið Alabama salatið í stóra salatskál og hellið síðan heita tómatsalatinu yfir áður en þið berið réttinn fram.

   

************************************

Sólheimalambahryggur (aðalréttur)

fyrir 6

1,3 kg. lambafillet
800 gr. kartöflusmælki
1/2 bolli sojasósa
1 bolli vatn
Salt og pipar eftir smekk
Ólífuolía og smjör til steikingar

Skerið lambafilletið í hæfilega stóra bita. Skerið kartöflurnar í skífur, ca 1 1/2 cm þykkar. Ekki nota enda kartaflanna. Steikið síðan karöflurnar upp úr ólífuolíu og smjöri þar til gullinbrúnar á báðum hliðum.

Steikið lambakjötið á pönnu upp úr ólífuolíu og smjöri (í jöfnu hlutfalli) áður en það er sett inn í ofn.

Kryddið kjötið vel með salti og svörtum pipar á meðan það er að brúnast á pönnunni. Þegar steikingu er lokið og kjötið hefur verið tekið af pönnunni, hellið þá soyasósunni á pönnuna og lofið henni að sjóða örsnöggt ásamt vatninu.

Raðið kjötinu í ofnskúffu og setjið það inní ofn við 160 gráður C í ca. 13 mínútur. Þegar kjötið er tilbúið takið það út úr ofninum og lofið því að hvílast í 10 mínútur áður en það er skorið, og síðan borið fram.

*************************************

  

Linsubaunameðlæti

fyrir 6

150 gr. linsubaunir
1/2 gul papríka
1/2 rauð papríka
100 gr. spergilkál (brokkolí)
1/2 stk. kúrbítur (zúkkíni)
1 poki cashew hnetur
1/2 rauður chili
Þumalputtastærð af fersku engiferi
Ólífuolía til steikingar
Salt eftir smekk

Leggið linsubaunirnar í bleyti í klukkustund. Setjið baunirnar síðan í pott og sjóðið við vægan hita í 15 – 20 mínútur. Setjið salt í pottinn. Kælið því næst baunirnar með köldu rennandi vatni til að stöðva suðuna.

Sneiðið því næst grænmetið niður í hentugar stærðir. Raspið engiferið niður. Steikið grænmetið á pönnu upp úr ólífuolíunni ásamt engiferinu og cashew hnetunum. Saltið og piprið.

Bætið síðan linsubaununum saman við og hrærið allt vel saman áður en rétturinn er borinn fram.


Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur