Sjávarfang með grænmeti og rjómasósu
– fyrir 6
200 gr. Hörpudiskur
200 gr. Surimi (krabbakjöt) (fæst frosið)
200 gr. Humar
1 stk Rauð papríka
2 geirar Stór hvítlaukur
1 askja Sveppir
3 stk Vorlaukar
1 stk Brokkolí
6 stk Smjördeigskörfur
Handfylli Fersk basillauf
Rjómi
Sjávarsalt og ferskur pipar eftir smekk.
Ólífuolía til steikingar
1. Saxið grænmetið niður í hæfilega stóra bita.
2. Merjið saman hvítlauksgeirana ásamt basillaufunum í mortéli.
3. Setjið ólífuolíu á pönnu ásamt mörðu hvítlauksgeirunum og basillaufunum. Bætið síðan saxaða grænmetinum saman við.
4. Mýkið græmetið á pönnunni áður en þið bætið rjómanum saman við.
5. Setjið að lokum sjávarfangið á pönnuna og sjóðið í ca. 2 3 mín.
6. Leggið spínat í smjördeigskörfuna og leggið sjávarréttina í.
= Aðalréttur =
1,5 kg Lambafillet
6 stk Bökunarkartöflur
Kúmen eftir smekk
Sjávarsalt og pipar eftir smekk
Ólífuolía
1. Skerið kartöflurnar í tvennt eftir endilöngu. Setið á bökunarplötu
(eða eldfastmót) og látið sléttu hliðina snúa upp. Hellið ólífuolíu yfir áður
en kúmeni er stráð yfir eftir smekk ásamt sjávarsalti og smávegis af ferskum
pipar.
2. Setið í ofn við 180° í um 30-45 mínútur.
Marinering fyrir lambakjötið
4 stk. Stórir hvítlauksgeirar
Rósmarin
Svartur pipar úr kvörn eftir smekk
Ólífuolía
1. Skerið hvítlauksgeirana í tvennt og setjið í skál ásamt ólífuolíu og rósmarín.
3. Leggið kjötið í marineringuna og lofið því að liggja þar í u.þ.b. eina klukkustund.
4. Lokið síðan kjötinu á pönnu og setið inn í ofn í ca. 10 mínútur á 180 gráðu hita.
Sveppasósa
50 gr. ferskir villisveppir (má nota þurrkaða)
1 stk. laukur
2 stk. Kjúklingateningar
½ l Rjómi
1 stk. Piparostur
1 dl. Vatn
1 dl Ólífuolía
Pipar og salt eftir smekk
Sveppirnir eru steiktir ásamt lauknum þar til gumsið er vel svitað því næst er vatnið sett útí og piparosturinn bræddur upp í því. Restinni af hráefninu er síðan bætt útí, rjómanum, kjúklingateningunum og svo er kryddað með salti og pipar eftir smekk hvers og eins.
Grænmetis meðlæti
2 stk. Rauðar paprikur
2 stk. Rauðlaukur
1 stk. Zúkíni
4 stk. Plómutómatar
Salt og svartur pipar eftir smekk
Allt grænmetið er skorið í bita. Grænmetið er steikt og byrjað er á lauknum svo paprikunni og rétt áður en tómatarnir fara út í þá er zúkininu skellt útí og að lokum er tómötunum hent útí og látið malla í 10 mínútur og kryddað til.
= Eftirréttur =
Jarðarber með balsamic ediki og mascarpone osti
4 öskjur Fersk jarðarber
1 1/2 dl Balsamic edik
2 1/2 msk Sykur
3 öskjur Mascarpone ostur
1 msk Rjómi
3 tsk Vanillusykur
1. Skerið jarðaberin í helminga og setjið í skál.
2. Hellið balsamedikinni yfir og stráið sykrinum yfir. Hrærið vel. Látið liggja í 1 klukkustund.
3. Setjið mascarpone ostinn í hrærivélaskál og hrærið vanillusykrinum og rjómanum varlega saman við. Smakkið til