Verslun

Brúðkaups Ella og Hrafnkell í svörtum fötum

= Forréttur =

Sjávarfang með grænmeti og rjómasósu
– fyrir 6

200 gr. Hörpudiskur
200 gr. Surimi (krabbakjöt) (fæst frosið)
200 gr. Humar
1 stk Rauð papríka
2 geirar Stór hvítlaukur
1 askja Sveppir
3 stk Vorlaukar
1 stk Brokkolí
6 stk Smjördeigskörfur
Handfylli Fersk basillauf
Rjómi
Sjávarsalt og ferskur pipar eftir smekk.
Ólífuolía til steikingar

1. Saxið grænmetið niður í hæfilega stóra bita.
2. Merjið saman hvítlauksgeirana ásamt basillaufunum í mortéli.
3. Setjið ólífuolíu á pönnu ásamt mörðu hvítlauksgeirunum og basillaufunum. Bætið síðan saxaða grænmetinum saman við.
4. Mýkið græmetið á pönnunni áður en þið bætið rjómanum saman við.
5. Setjið að lokum sjávarfangið á pönnuna og sjóðið í ca. 2 – 3 mín.
6. Leggið spínat í smjördeigskörfuna og leggið sjávarréttina í.

= Aðalréttur =

1,5 kg Lambafillet
6 stk Bökunarkartöflur
Kúmen eftir smekk
Sjávarsalt og pipar eftir smekk
Ólífuolía

1. Skerið kartöflurnar í tvennt eftir endilöngu. Setið á bökunarplötu
(eða eldfastmót) og látið sléttu hliðina snúa upp. Hellið ólífuolíu yfir áður
en kúmeni er stráð yfir eftir smekk ásamt sjávarsalti og smávegis af ferskum
pipar.
2. Setið í ofn við 180° í um 30-45 mínútur.

Marinering fyrir lambakjötið

4 stk. Stórir hvítlauksgeirar
Rósmarin
Svartur pipar úr kvörn eftir smekk
Ólífuolía

1. Skerið hvítlauksgeirana í tvennt og setjið í skál ásamt ólífuolíu og rósmarín.

3. Leggið kjötið í marineringuna og lofið því að liggja þar í u.þ.b. eina klukkustund.
4. Lokið síðan kjötinu á pönnu og setið inn í ofn í ca. 10 mínútur á 180 gráðu hita.

Sveppasósa
50 gr. ferskir villisveppir (má nota þurrkaða)
1 stk. laukur
2 stk. Kjúklingateningar
½ l Rjómi
1 stk. Piparostur
1 dl. Vatn
1 dl Ólífuolía
Pipar og salt eftir smekk

Sveppirnir eru steiktir ásamt lauknum þar til gumsið er vel svitað því næst er vatnið sett útí og piparosturinn bræddur upp í því. Restinni af hráefninu er síðan bætt útí, rjómanum, kjúklingateningunum og svo er kryddað með salti og pipar eftir smekk hvers og eins.

Grænmetis meðlæti

2 stk. Rauðar paprikur
2 stk. Rauðlaukur
1 stk. Zúkíni
4 stk. Plómutómatar
Salt og svartur pipar eftir smekk

Allt grænmetið er skorið í bita. Grænmetið er steikt og byrjað er á lauknum svo paprikunni og rétt áður en tómatarnir fara út í þá er zúkininu skellt útí og að lokum er tómötunum hent útí og látið malla í 10 mínútur og kryddað til.

= Eftirréttur =

Jarðarber með balsamic ediki og mascarpone osti

4 öskjur Fersk jarðarber
1 1/2 dl Balsamic edik
2 1/2 msk Sykur
3 öskjur Mascarpone ostur
1 msk Rjómi
3 tsk Vanillusykur

1. Skerið jarðaberin í helminga og setjið í skál.
2. Hellið balsamedikinni yfir og stráið sykrinum yfir. Hrærið vel. Látið liggja í 1 klukkustund.
3. Setjið mascarpone ostinn í hrærivélaskál og hrærið vanillusykrinum og rjómanum varlega saman við. Smakkið til

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur