Verslun

Bjössi og Dísa í World Class

Heima er bezt
1. þáttur – sería 3, Björn Kr. Leifsson og Hafdís Jónsdóttir
(uppskriftirnar eru fyrir 6)

Forréttur – Laxa sashimi með papaya, ástríðuávexti og gúrkum

480 gr Roðlausum lax

Papayja salsa með meiru
2 stk. Papayja ávöxtur
3 stk Ástríðuávöxtur
1/2 stk. Gúrka
1 msk. Sykur
1 tsk Eplaedik

1. Skerið papayju ávextina niður í teninga og gúrkurnar sömuleiðis (ath!
Blandið ekki saman strax).
2. Skerið ástríðuávextina í tvennt. Skafið innanúr honum steinanna og
setjið á milli heita pönnu. Stráið sykrinum yfir. Bætið við edikinni.
3. Setjið papayubitana samanvið á pönnuna.
4. Lofið papayunni að mýkjast á pönnunni í 10 mínútur.
5. Látið salsað kólna aðeins og blandið síðan gúrkunni saman við áður en
þetta er borið fram.

Djúpsteikt engifer.

Fersk engifer
Ljós ólífuolía (til djúpsteikingar)

1. Skerið engiferinn niður í þunnar sneiðar.
2. Hitið pönnuna með ólífuolíunni.
3. Setjið engiferið á heita pönnuna. Bíðið eftir að engiferinn taki sig í
köntunum.
4. Varist að brúna það ekki of mikið því þá verður það biturt.
5. Takið sneiðarnar úr ólífuolíunni og setjið á eldhúsbréf. Loftið þeim
aðeins að kólna.

Að bera forréttinn fram
Sneiðið laxinn þunnt niður. Leggið á disk ásamt papayu salsanu og skreytið
með engiferskífunum. Berið fram með soyasósu ásamt wasabi.

Aðalréttur – Hreindýralundir með nýstárlegu meðlæti

1500grHreindýralundir
Ólífuolía eftir smekk

1.Hreindýralundin er skorin í hæfilega stórar steikur.
2. Hitið grillpönnu og setjið á hana smávegis af ólífuolíu. Lokið
hreindýrakjötinu á pönnunni. Varist að gegn steikja ekki kjötið.
3. Setjið því næst hreindýrakjötið í ofn í 13 mínútur við 130°C. Fer annars eftir því hvað steikurnar eru stórar.

Rauðkál a la Björn

1 stk. Ferskur rauðkálshaus
Ósaltað smjör
3 msk. Sykur
Heslihnetur (eftir smekk)

1. Byrjið á því að skera niður rauðkálið.
2. Bræðið klípu af ósöltuðu smjöri á stórri pönnu.
3. Setjið rauðkálið út á pönnuna og lofið því að mýkjast í smjörinu.
4. Stráið yfir sykrinum og þannig “brúnast” rauðkálið.
5. Stráið að lokum yfir heslihnetum eftir smekk.

Cellerí – og steinseljurótarmús
1 1/2 ltr Fjörmjólk
1 stk Celerírót
1 stk Steinseljurót
Smjör eftir smekk
Rjómi eftir smekk
Sjávarsalt og pipar eftir smekk

1. Skerið niður rótargrænmetið og sjóðið í fjörmjólkinni í ca. 20 mínútur.
2. Setjið salt og pipar eftir smekk
3. Sigtið síðan mjólkina frá að 20 mín. liðnum og maukið varlega saman.
4. Hellið smávegis af rjóma yfir maukið og setjið í það klípu af smjöri.
5. Maukið á að vera þétt.

Sítrónu- og appelsínubrúnaðar kartöflur

600 gr Nýjar kartöflur með hýðinu.(Reynið að velja þær allar álíka stórar)
Ný kreystur safi úr 1 sítrónu og 1 appelsínu.
1 bolli. Sykur

1. Sjóðið kartöflurnar.
2. Að suðu lokinni takið þær úr pottinum og kælið aðeins.
3. Kreystið safann úr sítrónunum og appelsínunum í pottinn.
4. Bætið sykrinum saman við.
5. Brúnið kartöflurnar síðan upp úr þessu.

Berjasultan góða
1 box rifsber
1 box jarðarber
1 box bláber
1 box brómber
1 box hindber
1 dl Jónfrúarólífuolía
2 bollar sykur
1 dl rauðvín

1. Setjið jómfrúarolíuna í pott og setjið helming af sykrinum út í.
2. Því næst setjið berin útí og stráið afganginum af sykrinum yfir.
3. Hellið rauðvíninu yfir.
4. Þetta þarf síðan að krauma þar til sultan er orðin þykk, ca. 20 mínútur.
Gætið þess að fleyta soranum af reglulega.
5. Kælið aðeins áður en sultan er borin fram.

Coke sósan
2 bollar Coka cola
2dl Rjómi
6dl Hreindýrasoð (eða ekta soð frá Úrvals Eldhúsi)
Ósaltað smjör eftir smekk
Sjávarsalt og pipar eftir smekk

1. Sjóðið kókið niður þar til það fer að þykkna.
2. Bætið síðan rjómanum við þar til sósan fer að þykkna.
3. Því næst er hreindýrasoðinu bætt út í, hrærið jafnt og þétt.
4. Þykkið sósuna til með ósöltuðu smjöri.
5. Bragðið að lokum til með sjávarsalti og pipar.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur