Verslun

Bjarni Ara og Silja Rut Ragnarsdóttir Söngvarahjón


Ofnbakaður steinbítur í parmaskinku

fyrir 6

2 stk shallot
4 stk hvítlauksrif
2 stk saxaður engifer
1/2 dl estragon engifer
300 ml kjúklingasoð frá Úrvals.
400 ml. rjómi
Salt og pipar
Olía
Saltlaust smjör.

Shallotinn, hvítlaukurinn og engiferið svitað í potti í smjöri og olíu. Síðan er edikið sett út í og soðið niður þar til uppurið. Því næst er kjúklingasoðið sett út í og soðið niður um 2/3 og því næst rjómanum bætt út í og soðinn niður um 1/3. Kryddað til með salti og pipar.

600 gr steinbítur, roð og beinlaus.
10 sneiðar Parmaskinka.
Salt og pipar.

Steinbítur er skorinn í lengjur. Plastfilma er lögð á borð. Parmaskinkan er lögð á filmuna. Steinbíturinn kryddaður með salti og pipar,lagður á parmaskinkuna og rúllað upp. Síðaen er plastfilman tekin af. Þá er lengjarn skorin í ca. 2 cm bita og steikt á pönnu í sárið. Kryddað með salti og pipar. .

Salat með.
Ruccola, sítrónujurt, kóríander.
Blandað með olívuolíu.

Hot Spot sósa
Beast Barbique sósa

Uppsetning:
Fiskurinn settur í miðjuna. Sósan sett í hring. Beast sósan sett ofan í, í dropum en hún er mjög sterk og þarf að fara varlega með hana. Fallegt er líka að setja nokkra Extra Virgin olívu olíu dropa ofan á sósuna líka.
Salatið er sett ofan á fiskinn.



Reyktur hátíðarkjúklingur með Mascarpone kartöflumauki –

fyrir fjóra.

Ávaxtafylling með perum, eplum, strengjabaunum og skarlottulauk.

1 stk hátíðar kjúklingur.
Fylling:
2 stk. perur
2 stk. epli
1/ stk. gráðostur
100 gr. fíkjur
2 stk Balsamik, 2 msk sykur, olivuolia, salt og pipar.
Perurnar og eplin eru skorinn í teninga.
Fíkjurnar eru skornar í strimla
Perurnar og eplin eru svissuð á pönnu., fíkjurnar settar saman við. Balsamik hellt saman við ásamt sykrinum. Gráðosturinn er settur útí. Smakkað til með salti og pipar.

Kjúklingurinn fylltur með fyllingunni og eldaður í ca 1 klst og 20 mín ef hann er um 3 1/2 kg.

Strengjabaunir og skarlottulaukur

10 stk skarlottulaukur
100 gr strengjabaunir
Balsamic edic
Olívuolía
Salt og pipar
2 msk sykur
1 bolli kjúklingasoð

Skarlottulaukur er látinn brúnast í olíu og sykri.
Því næst er edikinn og kjúklingasoðinu blandað saman við og látið krauma í ca. 20 mín. Strengjabaunirnar eru látnar útí og látið krauma við mjög lágan hita í ca 5. mín.
Smakkað til með salti og pipar.

Kartöflumauk:
6 stk .bakaðar kartöflur
150 gr. mascarponi
1/ dl. rjómi
100 gr smjör
2 msk basil
3 geirar af hvítlauk, fínsaxaður.

Kartöflurnar eru maukaðar ásamt mascarponi ostinum í potti yfir lágum hita. Rjómanu og smjörinu blandað saman við. Því næst basil sett útí og smakkað til með salti og pipar.

Kampavínssósa:
12 stk skarlottulaukur
3 dl. kampavín
6 dl kjúklingasoð
1 dl rjómi
100 gr. smjör
salt og pipar

Laukurinn er skrældur og saxaður. Því næst er hann settur í pott og látinn krauma í smjöri. Því næst er kampavínið sett útí og látið krauma þar til fer að þykkna aðeins. Því næst er soðið sett út í. Látið krauma í ca 10 mín. Þá er rjómanum blandað saman við og látið krauma í ca 2-3 mín. Smjörbútum blandað saman við. Smakkað til með salti og pipar.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur