Ofnbakaður steinbítur í parmaskinku –
fyrir 6
2 stk shallot
4 stk hvítlauksrif
2 stk saxaður engifer
1/2 dl estragon engifer
300 ml kjúklingasoð frá Úrvals.
400 ml. rjómi
Salt og pipar
Olía
Saltlaust smjör.
Shallotinn, hvítlaukurinn og engiferið svitað í potti í smjöri og olíu. Síðan er edikið sett út í og soðið niður þar til uppurið. Því næst er kjúklingasoðið sett út í og soðið niður um 2/3 og því næst rjómanum bætt út í og soðinn niður um 1/3. Kryddað til með salti og pipar.
600 gr steinbítur, roð og beinlaus.
10 sneiðar Parmaskinka.
Salt og pipar.
Steinbítur er skorinn í lengjur. Plastfilma er lögð á borð. Parmaskinkan er lögð á filmuna. Steinbíturinn kryddaður með salti og pipar,lagður á parmaskinkuna og rúllað upp. Síðaen er plastfilman tekin af. Þá er lengjarn skorin í ca. 2 cm bita og steikt á pönnu í sárið. Kryddað með salti og pipar. .
Salat með.
Ruccola, sítrónujurt, kóríander.
Blandað með olívuolíu.
Hot Spot sósa
Beast Barbique sósa
Uppsetning:
Fiskurinn settur í miðjuna. Sósan sett í hring. Beast sósan sett ofan í, í dropum en hún er mjög sterk og þarf að fara varlega með hana. Fallegt er líka að setja nokkra Extra Virgin olívu olíu dropa ofan á sósuna líka.
Salatið er sett ofan á fiskinn.
Reyktur hátíðarkjúklingur með Mascarpone kartöflumauki –
fyrir fjóra.
Ávaxtafylling með perum, eplum, strengjabaunum og skarlottulauk.
1 stk hátíðar kjúklingur.
Fylling:
2 stk. perur
2 stk. epli
1/ stk. gráðostur
100 gr. fíkjur
2 stk Balsamik, 2 msk sykur, olivuolia, salt og pipar.
Perurnar og eplin eru skorinn í teninga.
Fíkjurnar eru skornar í strimla
Perurnar og eplin eru svissuð á pönnu., fíkjurnar settar saman við. Balsamik hellt saman við ásamt sykrinum. Gráðosturinn er settur útí. Smakkað til með salti og pipar.
Kjúklingurinn fylltur með fyllingunni og eldaður í ca 1 klst og 20 mín ef hann er um 3 1/2 kg.
Strengjabaunir og skarlottulaukur
10 stk skarlottulaukur
100 gr strengjabaunir
Balsamic edic
Olívuolía
Salt og pipar
2 msk sykur
1 bolli kjúklingasoð
Skarlottulaukur er látinn brúnast í olíu og sykri.
Því næst er edikinn og kjúklingasoðinu blandað saman við og látið krauma í ca. 20 mín. Strengjabaunirnar eru látnar útí og látið krauma við mjög lágan hita í ca 5. mín.
Smakkað til með salti og pipar.
Kartöflumauk:
6 stk .bakaðar kartöflur
150 gr. mascarponi
1/ dl. rjómi
100 gr smjör
2 msk basil
3 geirar af hvítlauk, fínsaxaður.
Kartöflurnar eru maukaðar ásamt mascarponi ostinum í potti yfir lágum hita. Rjómanu og smjörinu blandað saman við. Því næst basil sett útí og smakkað til með salti og pipar.
Kampavínssósa:
12 stk skarlottulaukur
3 dl. kampavín
6 dl kjúklingasoð
1 dl rjómi
100 gr. smjör
salt og pipar
Laukurinn er skrældur og saxaður. Því næst er hann settur í pott og látinn krauma í smjöri. Því næst er kampavínið sett útí og látið krauma þar til fer að þykkna aðeins. Því næst er soðið sett út í. Látið krauma í ca 10 mín. Þá er rjómanum blandað saman við og látið krauma í ca 2-3 mín. Smjörbútum blandað saman við. Smakkað til með salti og pipar.