Verslun

Bjarki og Gyða


Tælensk kjúklingasúpa

Fyrir 6
· 3 kjúklingabringur eða heill úrbeinaður kjúklingur
· 1,5 lítri kókosmjólk
· 2 heilir chili
· 1 búnt kóríander
· 1 þumall Laos (mini engifer) eða ½ þumall venjulegt engifer
· 2-3 sítrónugrasstiklar eða smá límónubörkur
· 2 msk fiskisósa
· 5 vorlaukar
· 1 límóna (lime)

Bringurnar eru skornar í bita. Engifer er skrælt og skorið í sneiðar. Kjúklingur, kókósmjólk, engifer, chili, kóriander og sítrónugras er sett í pott og látið sjóða við vægan hita í u.þ.b. 15. mín.
Vorlaukurinn er hreinsaður og skorinn í litla bita og sett út í ásamt fiskisósunni og safanum úr lime. Látið bíða í c.a. 5 mín og borið fram.

Einnig er hægt að tvöfalda uppskriftina og nota í aðalrétt.

Með þessum rétti mælir Sævar vínþjónn ársins 2003 með Riesling Royal Bleu sem er þýskt vín frá Louis Güntrum Rheinhessen. Þetta er létt og aðgengilegt vín: meðalsætur ávöxtur sem fellur vel að austurlenskum mat.


Steinbítur með sesamfræjum, birkifræjum og austurlenskri sósu
fyrir 4

· 720 gr steinbítur, roð- og beinlaus (180 gr á mann)
· 50 gr sesamfræ
· 50 gr birkifræ

Steinbíturinn er skorinn í steikur. Smyrjið eldfast mót með ólífuolíu og setjið steinbítinn í. Kryddað með salti, pipar. Sesamfræjum og birkifræjum stráð yfir.
Eldað í ofni á grilli í 3-5 mínútur.


Austurlensk sósa

· Hálf flaska Hot Spot Wok sósa
· 1 msk Hot Spot Teryaki sósa
· 100 gr rúsínur
· 20 strengjabaunir
· 4 hvítlauksgeirar


Hvítlaukurinn er skorinn í smátt og gljáður ásamt rúsínunum í ólífuolíu. Sósunum er blandað saman við og hitinn látinn koma varlega upp. Strengjabaunirnar eru gufusoðnar í u.þ.b. 5 mínútur og settar yfir sósuna á diskinn. Það má einnig setja þær út í sósuna.


Kúskús
· 1 pk. kúskús
· ½ l vatn
· 1 tsk kjúklingakraftur
· 1 tsk Madras karrý

Vatnið er sett í pott ásamt karrý og kjúklingakrafti. Suðan er látin koma upp og þá er lokað fyrir með álpappír og látið standa í u.þ.b. 10 mínútur áður er borið fram.


Ruccola salat
· 1 poki ruccola salat
· salt og pipar
· ólífuolía

Stráið salti, pipar og smá ólífuolíu yfir salatið og blandið saman. Setjið salatið ofan á fiskinn.

Með þessum rétti mælir Sævar, vínþjónn ársins 2003, með Bouchard Aine Saint Veran frá Frakklandi. Þetta er mjög ferskt vín, greina má grösuga tóna og sítrusávexti. Hefur mjúkt eftirbragð

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur