Verslun

Bjarki og Gyða


Tælensk kjúklingasúpa

Fyrir 6
· 3 kjúklingabringur eða heill úrbeinaður kjúklingur
· 1,5 lítri kókosmjólk
· 2 heilir chili
· 1 búnt kóríander
· 1 þumall Laos (mini engifer) eða ½ þumall venjulegt engifer
· 2-3 sítrónugrasstiklar eða smá límónubörkur
· 2 msk fiskisósa
· 5 vorlaukar
· 1 límóna (lime)

Bringurnar eru skornar í bita. Engifer er skrælt og skorið í sneiðar. Kjúklingur, kókósmjólk, engifer, chili, kóriander og sítrónugras er sett í pott og látið sjóða við vægan hita í u.þ.b. 15. mín.
Vorlaukurinn er hreinsaður og skorinn í litla bita og sett út í ásamt fiskisósunni og safanum úr lime. Látið bíða í c.a. 5 mín og borið fram.

Einnig er hægt að tvöfalda uppskriftina og nota í aðalrétt.

Með þessum rétti mælir Sævar vínþjónn ársins 2003 með Riesling Royal Bleu sem er þýskt vín frá Louis Güntrum Rheinhessen. Þetta er létt og aðgengilegt vín: meðalsætur ávöxtur sem fellur vel að austurlenskum mat.


Steinbítur með sesamfræjum, birkifræjum og austurlenskri sósu
fyrir 4

· 720 gr steinbítur, roð- og beinlaus (180 gr á mann)
· 50 gr sesamfræ
· 50 gr birkifræ

Steinbíturinn er skorinn í steikur. Smyrjið eldfast mót með ólífuolíu og setjið steinbítinn í. Kryddað með salti, pipar. Sesamfræjum og birkifræjum stráð yfir.
Eldað í ofni á grilli í 3-5 mínútur.


Austurlensk sósa

· Hálf flaska Hot Spot Wok sósa
· 1 msk Hot Spot Teryaki sósa
· 100 gr rúsínur
· 20 strengjabaunir
· 4 hvítlauksgeirar


Hvítlaukurinn er skorinn í smátt og gljáður ásamt rúsínunum í ólífuolíu. Sósunum er blandað saman við og hitinn látinn koma varlega upp. Strengjabaunirnar eru gufusoðnar í u.þ.b. 5 mínútur og settar yfir sósuna á diskinn. Það má einnig setja þær út í sósuna.


Kúskús
· 1 pk. kúskús
· ½ l vatn
· 1 tsk kjúklingakraftur
· 1 tsk Madras karrý

Vatnið er sett í pott ásamt karrý og kjúklingakrafti. Suðan er látin koma upp og þá er lokað fyrir með álpappír og látið standa í u.þ.b. 10 mínútur áður er borið fram.


Ruccola salat
· 1 poki ruccola salat
· salt og pipar
· ólífuolía

Stráið salti, pipar og smá ólífuolíu yfir salatið og blandið saman. Setjið salatið ofan á fiskinn.

Með þessum rétti mælir Sævar, vínþjónn ársins 2003, með Bouchard Aine Saint Veran frá Frakklandi. Þetta er mjög ferskt vín, greina má grösuga tóna og sítrusávexti. Hefur mjúkt eftirbragð