Verslun

Birgitta Haukdal og Jóhann Backman

Fiskispjót á austurlenska vísu

fyrir 6

180 gr túnfiskur
180 gr risarækjur
180 gr humar
180 gr skötuselur
1 rauður chili (gætið þess að fræhreinsa hann)
Þumall af engifer
2 rif hvítlaukur
Handfylli steinselja
1 sítróna (safinn úr henni)
1 límóna (safinn úr henni)
1/2 bolli ólífuolía
Grillpinnar

1 bolli kúskús
1 bolli vatn
1/2 kúrbítur
1 rauðlaukur
Ólífuolía til steikingar og í kúskús

Annað meðlæti: Klettasalat

Skerið fiskinn í litla bita og þræðið upp á grillpinna.

Saxið niður hvítlauk, engifer og chili. Setjið í skál ásamt 1/2 bolla af ólífuolíu og safanum úr sítrónunni og límónunni. Saxið einnig steinseljuna niður og bætið við. Hrærið vel saman og hellið síðan yfir fiskteinanna og lofið þeim að marinerast í smástund.

Snöggsteikið síðan upp úr góðri ólífuolíu á pönnu, u.þ.b. 1 mínútu á hvorri hlið.

********************

Innbakaðar nautalundir Wellington

1200 – 1500 gr nautalundir
Smjördeig
1 egg til penslunar

Duxelles

1 askja venjulegir Flúðasveppir
2 Portobello sveppir
Handfylli brúnir Flúðasveppir
1 stór laukur
3 shallot laukar
2 dl rauðvín
1/2 tsk nautakraftur
2 bollar brauðrasp
Salt og pipar eftir smekk

Forsteikið nautalundina upp úr ólífuolíu á pönnu.

Saxið niður laukinn og sveppina. Byrjið á að steikja laukinn upp úr ólífuolíu í góðum potti. Bætið síðan sveppunum við. Saltið og piprið. Setjið rauðvínið og nautakraftinn í og látið krauma í 5 mínútur. Bætið síðan brauðraspinum saman við og látið standa á meðan smjördegið er flatt út. (Takið pottinn af hellunni).

Smyrjið bökunarplötu vel með ólífuolíu. Fletjið út hluta af deginu, nóg til þess að setja nautalundina ofan á það. Setjið síðan nautalundina ofan á. Setjið því næst Duxelle fyllinguna ofan á nautalundina og afganginn af flatta smjördeginu ofan á. Gætið þess að hvergi sjáist í nautalundina.

Penslið yfir með egginu. Gott er að pensla samskeytin vel. Setjið inn í heitan ofn í 18 mín. við 180°C.

********************

Strengjabaunir (meðlæti)

720 gr Strengjabaunir

Strengjabaunirnar eru léttsteiktar upp úr ólífuolíu, saltaðar og pipraðar.

********************

Villisveppasósa

Safinn af nautalundinni þegar hún var steikt á pönnunni.
5 dl vatn
1 dós villisveppir
1 tsk nautakraftur
2 dl rjómi
1 dl portvín
30 gr smjör
2 litlar trufflur (jarðsveppir)

Setjið vatnið í pott ásamt soðinu og nautakraftinum. Bætið villisveppunum út í. Látið sjóða í 15 mínútur.

Sigtið villisveppina frá. Látið krauma og bætið síðan rjómanum við. Því næst fer portvíníð út í. Smjörið er síðan skorið í litla bita og sett saman við til þess að þykkja sósuna.

Að lokum eru trufflurnar saxaðar smátt og settar saman við.

********************


Súkkulaðikaka A la Birgitta

200 gr ósaltað smjör
180 gr 70% Síríus súkkulaði
180 gr hveiti
250 gr sykur
4 egg
4 eggjarauður

Súkkulaðið og smjörið er brætt saman yfir vatnsbaði. Því næst er hveitinu bætt út í, síðan sykrinum og að lokum eggjunum og eggjarauðunum. Blandið varlega saman.

Setjið í lítil muffinsmót og bakið í u.þ.b. 5 mín. Við 170°C.

Ómótstæðilega hindberjasósan

200 gr hindber, fersk eða frosin
1/2 dl vatn (ef berin eru fersk, annars ekki)
75 gr sykur
75gr rauðvín
Börkur af einni sítrónu

Rauðvínið, sykurinn og sítrónubörkurinn er sett saman í pott. Þegar suðan kemur upp látið þá hindberin út í. Látið sjóða niður, við frekar vægan hita, þar til sósan fer að þykkna.

Sigtið í skál og kælið áður en hún er borin fram.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur