Fyrir 4 í forrétt
Fyrir 2 í aðalrétt
200 gr úrbeinuð kjúklingalæri
1/2 Rauð paprika
1/2 Græn paprika
1 cm Engifer þumall
2 stk Hvítlauksrif
2 stk 400 ml kókosmjólkur dósir
1 tsk Tóma purée
1 hnefi Ferskt Kóríander
3 cm Blaðlaukur
1/2 stk Chili (val)
Olía til steikingar
Salt og pipar
Aðferð:
Skerið kjúklinginn í strimla. Skerið paprikuna, hvítlaukinn, blaðlaukinn og chili-ið niður. Afhýðið engiferið og raspið í rifjárni. Hitið pott og setjið allt grænmetið og kjúklinginn út í og svitið aðeins. Bætið síðan tómatpurée-inu út og steikið aðeins áfram og hellið síðan kókosmjólkinni út í og látið suðuna koma upp og sjóðið í c.a 7-10 mínútur. Saxið kóríanderið og bætið út í í lokinn. Kryddið til með salti og pipar.