Verslun

Ari Edwald og Þórunn

Nauta Carpaccio

fyrir 6

1 kg. nautalund
1 tsk. timian
1 sítróna
Lítið stykki af parmesanosti
Salt og pipar eftir smekk
Plastfilma

Snyrtið nautalundina til. Kryddið hana síðan vel með svörtum pipar og timian. Vefjið nautalundinni þétt inn í plastfilmuna þannig að hún verði sívöl. Setjið nautalundina inn í frysti í 3 klukkutíma.

Takið nautalundina út að 3 klukkustundum loknum, a.m.k. 20 mínútum áður en þið skerið hana.

Skerið hana í þunnar sneiðar á meðan hún er ennþá frostin og raðið fallega á fat. Gætið þess að láta frostið fara úr sneiðunum áður en þær eru bornar fram.

Setjið eilítið af ólífuolíu yfir sneiðarnar ásamt salti og pipar. Sneiðið paremsanostinn yfir og skreytið síðan með sítrónunni.

***********************

Tómat concasse á bruchettu


fyrir 6

6 stk Shallot laukar

2 rif Hvítlaukur

6 stk Tómatar

Timian eða basil eftir smekk

1 stk Snittubrauð

Ólífuolía

Shallot laukarnir eru skornir niður í smáa teninga. Hvítlaukurinn sömuleiðis. Tómatarnir eru skornir í teninga og kjarninn tekinn úr þeim. Setjið ólífuolíuna í pott, látið síðan laukinn á heita olíuna og svitið hann aðeins. Setjið yfir hann dáldið af svörtum pipar, salti og einnig timian og basil. Tómatteningunum er síðan bætt út í.

Skerið snittubrauðið niður í 6 hentuga hluta eftir smekk. Setjið vel af ólífuolíu í aðra pönnu og lofið henni að hitna. Látið síðan brauðið út á pönnuna og steikið þangað til það er orðið fallega brúnt.

Um leið og brauðið er tilbúið takið það af pönnunni, látið tómat & lauk maukið ofan á og berið fram.

***********************

Skelfiskur með kreólaívafi

1 laukur
1 heill hvítlaukur
1 rauð papríka
1 græn papríka
3 stilkar Cellerí
2 rauðir chilli pipar
5 msk. rjómaostur
1 sítróna
1 límóna (lime)
1/2 banani
1 lítil dós af ananasbitum (geymið safann).
Extra virgin ólífuolía eftir þörfum
4 meðalstór glös vatn
Skíðagleraugu!

Fiskurinn

250 gr. hörpudiskur
200 gr. humar
200 gr. risarækja
250 gr. skelflett rækja

Krydd

3 tsk. cayenne pipar
1 tsk. timian
2 tsk. broddkúmen (cumin)
2 tsk. papríkuduft
Ananassafinn úr ananasdósinni, eftir smekk

Hrísgrjónin

6 bollar Tilda Basmati hrísgrjón
12 bollar vatn

Saxið grænmetið gróft niður. Setið ólífuolíuna í pott og byrjið að “svita “laukinn. Hrærið rólega í á meðan. Bætið hinu grænmetinu út í. Bætið við pipar og salti eftir smekk. Bætið síðan hinum kryddunum út í. Bætið við ólífuolíu eftir þörfum. Setjið síðan 4 glös af vatni ásamt rjómaostinum út í. Leyfið suðunni að koma upp og bætið síðan fisknum út í. Leyfið suðunni að koma aftur upp og þá er rétturinn tilbúinn!

Berið fram með Basmati hrísgrjónum og fersku salati.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur