Fyrir 4
600 gr kartöflur
900 gr Roð og beinlaus ýsa
3 stk Tómatar
200 gr Mjúkur geitaostur
80 gr Valhnetukjarnar
1/2 stk Grænt súkíni
200 gr Sykurbaunir
1/2 stk Rauð paprika
2 stk Hvítlauksgeirar
2 stk Estragon greinar
Salt, pipar, olía
Aðferð:
Skerið kartöflurnar í sneiðar og steikið á pönnu þar til gullinbrúnar. Saltið og piprið. Setjið í eldfast mót. Sneiðið hvítlauksgeirana niður og setjið aðeins á pönnuna og setjið yfir kartöflurnar. Skerið niður zúkíniið og paprikuna og setjið yfir kartöflurnar ásamt sykur- baununum. Setjið inní ofn í c.a. 10 mínútur. Á meðan er ýsan skorin í hæfilega bita og smá salt sett á bitana. Tómatarnir skornir í sneiðar. 3-4 estragon lauf sett á hvern ýsubita, ofan á það eru settar tómat sneiðar. Því næst er geitaosturinn mulinn ofan á tómatana og valhnetukjarnarnir saxaðir og settir á toppinn og að lokum er mulinn pipar settur yfir. Setjið ýsubitana ofan á kartöflurnar og grænmetið og bakið í 12-15 mínútur.
Borið fram með fersku salati.