Verslun

Ýsa með fennel og geitaosti


Fyrir 4

1kg Ýsa roð og beinlaus
2stk. Fennel
1/2 stk. Rauðlaukur
4 stk. Hvítlauksgeirar
1 dl. Cashew hnetur
15 stk Strengjabaunir
100 gr Geitaostur
150 gr Mangó chutney
1 stk. Appelsína
Olía til steikingar
Salt og pipar


Aðferð:
Skerið hvítlaukinn, rauðlaukinn og fennelið niður. Snyrtið strengjabaunirnar með því að skera endana af. Steikið hvítlaukinn og rauðlaukinn. Síðan er fennelinu, cashew hnetunum og baununum bætt út á. Nú er mangó chutney-ið sett út á ásamt safanum af appelsínuni. Ýsuflökin eru skorin niður eftir því sem hentar og sett ofan á og kryddað með salti og pipar. Að lokum er geitaostinum bætt út á og látið eldast í c.a. 8 mínútur.

Ef þið viljið hafa meiri vökva þá er hægt að setja meiri appelsínu safa.


Gott er að hafa kartöflur með þessum rétti.