Verslun

Svínalundir, brauð og ananas

Svínalundir með grilluðu grænmeti og brauði.

Fyrir 4

1 kg Svínalundir
1 bréf Parmaskinka
1 flaska Hot Spot Route 66 BBQ sósa
1 stk. Súkíni
1 stk. Eggaldin
1 stk. Rauð paprika
1 stk. Gul paprika
1 poki Marineraðir kartöflubátar frá Beint í Pottinn
1 dl. Balsamic edik
3 dl. Filippo Berio ólífu olía

Aðferð:
Kartöflubátarnir eru hráir og eru settir beint á grillið og grillaðir samkvæmt leiðbeiningum á poka.
Leggið parmskinku sneiðarnar á borð og skerið svínalundina í bita jafn þykka og breiddin á Parmaskinkunni er og vefjið utan um svínalundina. Setjið BBQ sósuna á báða opnu endana og skellið á grillið.
Skerið grænmetið langsum og pennslið með olíu og setjið á grillið, kryddið með salti og pipar.
Þegar grænmetið er eldað er balsamicinu og olíunni blandað saman og sett yfir grænmetið.

Brauðið er unnið samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum nema í staðin fyrir að baka það er það flatt vel út þannig að það líti út eins og Nan brauð og pennslað með hvítlauksolíu og sett á grillið.

Grillaður ananas með karmellu sósu og Riccotta osti

1 stk Ananas
1 stk. Karamellusósa að eigin vali.
1 box Riccotta ostur

Ananasinn er skrældur, kjarnaður og grillaður þar til volgur.
Grillaði ananasinn er settur á disk, karmellusósunni er hellt yfir og ein matskeið Ricotta ostur settur á toppinn. Það má líka nota mascarpone ost ef fólk vill.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur