Verslun

Steinbítur og karfi með austurlensku þema

Fyrir 4

450gr Karfi roð og beinlaus

450 gr Steinbítur roð og beinlaus

Hveiti til að velta fiskinum upp úr

3 stk Hvítlauksrif

1 stk Engifer þumall

1 tsk Cummin

1 stk Chili

1/2 stk rauðlaukur

1/3 stk Paprika

1 stk Gulrót

5 stk Vorlaukur

1 stk Kínakálsblað

1 pakki Kóríander

1 msk Sesam olía

400 ml Kókosmjólk

Olía til steikingar

Salt

Aðferð:

Skerið fiskinn í hæfilega stóra bita og veltið upp úr hveitinu. Skerið utan af engiferinu og rífið í rifjárni. Takið innan úr chili-inu og saxið smátt. Saxið hvítlaukinn smátt eða setjið í hvítlaukspressu. Hreinsið allt grænmetið og skerið á viðeigandi hátt. Hitið pönnu og setjið olíuna ásamt sesam olíunni, setjið fiskbitana í olíuna og steikið þá gullin brúna og saltið. Setjið þá cumminið, chiliið, hvítlaukinn og engiferið á pönnuna og látið steikjast vel í c.a. 4-5 mínútur. Síðan er restin af grænmetinu sett út á og steikt í c.a. 1 mínútu og síðan er kókosmjólkinni hellt yfir og látið sjóða í 3-5 mínútur. Saltað til.

Gott að bera fram með þessum rétti Tilda Basmati & Wild rice

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur