Fyrir 4
450gr Karfi roð og beinlaus
450 gr Steinbítur roð og beinlaus
Hveiti til að velta fiskinum upp úr
3 stk Hvítlauksrif
1 stk Engifer þumall
1 tsk Cummin
1 stk Chili
1/2 stk rauðlaukur
1/3 stk Paprika
1 stk Gulrót
5 stk Vorlaukur
1 stk Kínakálsblað
1 pakki Kóríander
1 msk Sesam olía
400 ml Kókosmjólk
Olía til steikingar
Salt
Aðferð:
Skerið fiskinn í hæfilega stóra bita og veltið upp úr hveitinu. Skerið utan af engiferinu og rífið í rifjárni. Takið innan úr chili-inu og saxið smátt. Saxið hvítlaukinn smátt eða setjið í hvítlaukspressu. Hreinsið allt grænmetið og skerið á viðeigandi hátt. Hitið pönnu og setjið olíuna ásamt sesam olíunni, setjið fiskbitana í olíuna og steikið þá gullin brúna og saltið. Setjið þá cumminið, chiliið, hvítlaukinn og engiferið á pönnuna og látið steikjast vel í c.a. 4-5 mínútur. Síðan er restin af grænmetinu sett út á og steikt í c.a. 1 mínútu og síðan er kókosmjólkinni hellt yfir og látið sjóða í 3-5 mínútur. Saltað til.
Gott að bera fram með þessum rétti Tilda Basmati & Wild rice