Verslun

Steinbítur með selleryrótarmauki og strengjabaunum

Fyrir 4

1 kg Steinbítur roð og beinlaus
1 kg Selleryrót
40 stk Strengjabaunir
80 gr Smjör
750 ml Nýmjólk ( má alls ekki vera önnur tegund af mjólk)
Olía til steikingar
Salt og pipar

Aðferð:
Skerið steinbítinn í hæfilega stóra bita. Afhýðið selleryrótina og skerið í bita c.a. 2 cm x 2 cm. Setjið í pott og hellið mjólkinni yfir þar til öll rótin er öll undir mjólk. Sjóðið í c.a. 20 mínútur. Hellið mjólkinni af og setjið í matvinnsluvél og bætið í smjörinu og saltið til. maukið fínt. Setjið olíu á pönnu og steikið steinbítinn í c.a. 3-4 mínútur á hvorri hlið setjið salt og svartan pipar á. Snyrtið baunirnar og steikið á pönnu og saltið og piprið.
ekki er nauðsynlegt að bera fram sósu með þessum rétti því hann er svo djúsí