Verslun

Steinbítur í teriaki með grænmeti

Fyrir 4
800 gr    Roð og  beinlaus steinbítur
3    stk   mini paprikur, fæst í Hagkaup(eða 1/2 venjuleg paprika)
1    stk   Chili
1 þumall Engifer
1/3 stk   Súkíni
1/2 stk   Mangó
1/8 stk   Hvítkál
6    stk   Vorlaukur
200 ml    Teriaki sósa frá Thai Choice
1  búnt    Kóríander
Olía til steikingar
Aðferð:
Skerið steinbítinn í strimla. Takið utan af lauknum og skerið í strimla. Takið utan af engiferinu og raspið í rifjárni. Saxið restina af grænmetinu niður. Takið utan af mangóinu skerið væna sneið af og skerið mjög þunnt. Hitið pönnu (mjög gott er að nota Wok-pönnu í þetta) og setjið olíu á. Setjið fiskinn á pönnuna og síðan allt grænmetið. Steikið í 2-4 mínútur og setjið síðan sósuna yfir. Látið suðuna koma upp og bætið þá mangóinu og kóríanderinu í. Berið fram með Tilda Basmati hrísgrjónum.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur