Fyrir 4
800 gr Roð og beinlaus steinbítur
3 stk mini paprikur, fæst í Hagkaup(eða 1/2 venjuleg paprika)
1 stk Chili
1 þumall Engifer
1/3 stk Súkíni
1/2 stk Mangó
1/8 stk Hvítkál
6 stk Vorlaukur
200 ml Teriaki sósa frá Thai Choice
1 búnt Kóríander
Olía til steikingar
Aðferð:
Skerið steinbítinn í strimla. Takið utan af lauknum og skerið í strimla. Takið utan af engiferinu og raspið í rifjárni. Saxið restina af grænmetinu niður. Takið utan af mangóinu skerið væna sneið af og skerið mjög þunnt. Hitið pönnu (mjög gott er að nota Wok-pönnu í þetta) og setjið olíu á. Setjið fiskinn á pönnuna og síðan allt grænmetið. Steikið í 2-4 mínútur og setjið síðan sósuna yfir. Látið suðuna koma upp og bætið þá mangóinu og kóríanderinu í. Berið fram með Tilda Basmati hrísgrjónum.