Verslun

Steinbítur í balsamik með mjúkri Polentu og blaðlauk

Steinbítur

900 gr Roð og beinlaus steinbítur

Marinering:

2 msk Hunang

1 msk Balsamic edik

2 dl olía

1 chili (fer eftir smekk)

Aðferð:

Skerið chili-ið niður og blandið öllu saman. Skerið steinbítinn í hæfilega stóra bita og látið marineringuna yfir og látið liggja í c.a. 30 mínútur.

Blaðlaukur

2 stk litlir íslenskir blaðlaukar (annars 1 stór)

1/6 haus hvítkál

175 ml kókosmjólk

150 ml rjómi

2 stk hvítlauksrif

salt og pipar

Aðferð:

Hreinsið blaðlaukinn og skerið gróft. Skerið hvítkálið niður. Takið utan af hvítlauknum og skerið smátt. Setjið allt í pott og vökvann yfir. Sjóðið í c.a. 10-15 mínútur. Kryddið til með salti og pipar.

Polenta

100 gr polenta

400 gr vatn

50 gr smjör

50 gr parmesan

Salt og pipar

Aðferð:

Setjið vatnið og smjörið í pott og fáið suðuna upp. Setjið polentuna út í og hrærið í 20 sekúndur. Bætið þá parmesan út í og kryddið með salti og pipar. Hrærið í smá tíma í viðbót eða þar til pólentan er tilbúin. Ekki gera þetta fyrr en alveg síðast því polentan þolir illa að standa.

 Salat

1 box íslenskir konfekt tómatar

1/4 stk rauðlaukur

1/2 stk rauð paprika

1 msk Edik (ducros)

3 msk Extra virgin ólífu olía

Salt og pipar úr kvörn

Aðferð:

Tómatarnir skornir í fernt. Takið utan af rauðlauknum og skerið þunnt. Skerið paprikuna niður í sneiðar. Blandið öllu saman og hellið vökvanum yfir og kryddið til með salti og pipar.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur