Verslun

Steinbítur í balsamik með mjúkri Polentu og blaðlauk

Steinbítur

900 gr Roð og beinlaus steinbítur

Marinering:

2 msk Hunang

1 msk Balsamic edik

2 dl olía

1 chili (fer eftir smekk)

Aðferð:

Skerið chili-ið niður og blandið öllu saman. Skerið steinbítinn í hæfilega stóra bita og látið marineringuna yfir og látið liggja í c.a. 30 mínútur.

Blaðlaukur

2 stk litlir íslenskir blaðlaukar (annars 1 stór)

1/6 haus hvítkál

175 ml kókosmjólk

150 ml rjómi

2 stk hvítlauksrif

salt og pipar

Aðferð:

Hreinsið blaðlaukinn og skerið gróft. Skerið hvítkálið niður. Takið utan af hvítlauknum og skerið smátt. Setjið allt í pott og vökvann yfir. Sjóðið í c.a. 10-15 mínútur. Kryddið til með salti og pipar.

Polenta

100 gr polenta

400 gr vatn

50 gr smjör

50 gr parmesan

Salt og pipar

Aðferð:

Setjið vatnið og smjörið í pott og fáið suðuna upp. Setjið polentuna út í og hrærið í 20 sekúndur. Bætið þá parmesan út í og kryddið með salti og pipar. Hrærið í smá tíma í viðbót eða þar til pólentan er tilbúin. Ekki gera þetta fyrr en alveg síðast því polentan þolir illa að standa.

 Salat

1 box íslenskir konfekt tómatar

1/4 stk rauðlaukur

1/2 stk rauð paprika

1 msk Edik (ducros)

3 msk Extra virgin ólífu olía

Salt og pipar úr kvörn

Aðferð:

Tómatarnir skornir í fernt. Takið utan af rauðlauknum og skerið þunnt. Skerið paprikuna niður í sneiðar. Blandið öllu saman og hellið vökvanum yfir og kryddið til með salti og pipar.