Verslun

Steiktur þorskur með linsubaunum og kartöflu teningum

Fyrir 4
Linsubaunir (grunnur)
250 gr puy linsur
1 stk sellery stilkur
1 stk Shallot laukur
1 stk Hvítlauksrif
Salt og pipar úr kvörn frá Mccormic
Aðferð:
Afhýðið grænmetið og skerið niður. Setjið í pott ásamt baununum og vatni þannig að vatnið sé c.a. 6 c.m yfir baununum. Kryddið með salti og pipar.
Sjóðið í c.a. 30 mínútur. Hellið vatninu af og setjið baunirnar á bakka þannig að vel dreifist úr. Baunirnar þurfa að kólna aðeins sem fyrst svo þær eldist ekki áfram. Ef baunirnar ofeldast verða þær maukaðar. Reynið að taka sem mest af grænmetiinu sem soðið var með úr.
Vinaigretta
1 msk estragon edik frá ducros
5 msk Extra virgin ólífu olía frá Filippo Berio
1 msk Dijon sinnep
Aðferð:
Hrærið edikið og sinnepið saman og hrærið síðan olíunni hægt saman við.
Linsubaunir
2 stk shallot laukar
1 msk Capers
6 stk íslenskir Flúða sveppir
1 stk hvítlauksrif
soðnu baunirnar
graslaukur
Olía til steikingar
Salt og pipar úr kvörn
Aðferð:
Afhýðið laukinn og skerið smátt. Skerið sveppina og afhýðið hvítlaukinn og skerið. Hitið pönnu og setjið olíu á. Steikið laukinn, sveppina og hvítlaukinn vel. Setjið síðan baunirnar út á og hrærið. Setjið síðan graslaukinn, capers-ið og Vinaigrettuna út á og hrærið.
Kartöflur
500 gr Nýjar Ágætis kartöflur
2  stk Shallot laukur
Olía
Salt og pipar úr kvörn
Aðferð:
Skerið kartöflurnar niður með hýði í hæfilega stóra bita. Afhýðið laukinn og skerið gróft.
Hitið pönnu og steikið kartöflurnar og setjið laukinn c.a. 5 mínútum seinna. Kryddið til með salti og pipar.
Þorskur
800 gr Nýr þorskur
Olía til steikingar
Salt og svartur pipar úr kvörn
Aðferð:
Skerið öll bein úr flakinu. Takið roðið ekki af! Skerið niður í hæfilega stóra bita. Hitið pönnu og setjið roðhliðina niður og steikið í 90% af tímanum á roðinu og síðan rétt að flippa bitunum við. Svona verður roðið stökkt og gott. Kryddið með salti og pipar úr kvörn.
 Salat
1 haus grand salat
7 stk    Íslenskir kirsuberja tómatar
1 tsk    Edik frá ducros
3 msk  Extra virgin ólífuolía
Salt og pipar úr kvörn
Aðferð:
Skerið salatið og tómatana niður og setjið í skál. Setjið restina yfir og hrærið.

Vefurinn kokkarnir.is notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á kokkarnir.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur